Einstök ástarsaga Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 6. nóvember 2013 12:00 Við Jóhanna eftir Jónínu Leósdóttur. Við Jóhanna Jónína Leósdóttir Mál og menning Æviminningar maka stjórnmálamanna og annarra þeirra sem eru áberandi í samfélaginu eru ekki nýtt fyrirbæri á íslenskum bókamarkaði, það er meira að segja ekki langt síðan gefinn var út heill bókaflokkur með viðtölum við eiginkonur áberandi karla – Betri helmingurinn. Saga þeirra Jónínu Leósdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem Jónína segir í nýrri bók sinni, Við Jóhanna, er vissulega angi af sama meiði. En samt er hún, af mörgum ástæðum, svo gerólík öllum sögum sem hafa verið sagðar áður af einkalífi íslenskra stjórnmálamanna. Saga Jónínu og Jóhönnu er líka óvenjuleg sem saga af tveimur samkynhneigðum konum og leið þeirra úr felum. Þegar þær kynnast eru þær báðar giftar og virðast ekki gera sér neina grein fyrir kynhneigð sinni fyrr en þær verða ástfangnar hvor af annarri. Aðdragandinn er enginn og tilfinningarnar koma að minnsta kosti Jónínu, sem segir söguna, algerlega á óvart. Hún þarf þess vegna ekki bara að glíma við fordóma annarra heldur einnig sína eigin. Við Jóhanna er fyrst og fremst ástarsaga og þótt hún sé líka merkileg heimild um hugarfar og fordóma í íslensku samfélagi síðustu þrjá áratugi, og að minnsta kosti að einhverju leyti saga stjórnmálamannsins Jóhönnu Sigurðardóttur, þá stendur ástarsagan upp úr. Sagan endar vel eins og öllum ætti að vera ljóst, en leið þeirra frá því að vera í laumulegu sambandi sem fáir vissu um til þess að vera hjón fyrir augliti heimsins er allt annað en auðveld og Jónína lýsir bæði gleðinni og sársaukanum sem það hefur valdið á einlægan hátt. Bók Jónínu er vel skrifuð, á köflum beinlínis spennandi, en líka hispurslaus bæði þegar lýst er gleði og sorgum, sigrum og eftirsjá. Síðasti kaflinn í sögu þeirra Jóhönnu og Jónínu er einstakur, ekki bara í íslensku samhengi heldur alþjóðlega. Aldrei áður í mannkynssögunni hefur leiðtogi vestræns ríkis komið fram opinberlega með maka af sama kyni sér við hlið. Samt er það svo að sagan fjarar svolítið út í lokin þegar sigur er unninn í baráttu þeirra Jóhönnu og Jónínu, ást þeirra orðin opinber og þær komnar í löggilt hjónaband. Margt situr eftir í huga manns eftir lestur sögunnar. Á þeim þrjátíu árum sem eru liðin síðan þær kynntust hafa orðið alger umskipti á bæði réttindamálum samkynhneigðra og viðhorfum Íslendinga í þeirra garð. Það er holl áminning um það hversu hratt tíminn getur liðið, hvað söguleg umskipti geta orðið alger á ekki lengri tíma. Þótt margt sé átakanlegt í þessari sögu er líka margt sem gleður, ekki bara það að þær Jóhanna og Jónína hafi náð í höfn hjónabandsins. Eitt af því sem hlýtur að vekja athygli og gera mann pínulítið glaðan er hversu lengi þær Jónína og Jóhanna fengu að vera í friði með einkalíf sitt að eigin ósk. Eins og Jónína rekur í bókinni voru þegar komnar á kreik sögur um samband þeirra skömmu eftir að það hófst. Engu að síður virðast íslenskir æsifréttamenn og slúðurblaðamenn hafa setið á sér lengst af. Það er engan veginn sjálfgefið.Niðurstaða: Eftirminnileg og einstök ástarsaga sem varpar ljósi á umbrotatíma í íslenskri samtímasögu.Jóhanna og Jónína. „Þótt margt sé átakanlegt í þessari sögu er líka margt sem gleður.“Fréttablaðið/Anton Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Við Jóhanna Jónína Leósdóttir Mál og menning Æviminningar maka stjórnmálamanna og annarra þeirra sem eru áberandi í samfélaginu eru ekki nýtt fyrirbæri á íslenskum bókamarkaði, það er meira að segja ekki langt síðan gefinn var út heill bókaflokkur með viðtölum við eiginkonur áberandi karla – Betri helmingurinn. Saga þeirra Jónínu Leósdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur sem Jónína segir í nýrri bók sinni, Við Jóhanna, er vissulega angi af sama meiði. En samt er hún, af mörgum ástæðum, svo gerólík öllum sögum sem hafa verið sagðar áður af einkalífi íslenskra stjórnmálamanna. Saga Jónínu og Jóhönnu er líka óvenjuleg sem saga af tveimur samkynhneigðum konum og leið þeirra úr felum. Þegar þær kynnast eru þær báðar giftar og virðast ekki gera sér neina grein fyrir kynhneigð sinni fyrr en þær verða ástfangnar hvor af annarri. Aðdragandinn er enginn og tilfinningarnar koma að minnsta kosti Jónínu, sem segir söguna, algerlega á óvart. Hún þarf þess vegna ekki bara að glíma við fordóma annarra heldur einnig sína eigin. Við Jóhanna er fyrst og fremst ástarsaga og þótt hún sé líka merkileg heimild um hugarfar og fordóma í íslensku samfélagi síðustu þrjá áratugi, og að minnsta kosti að einhverju leyti saga stjórnmálamannsins Jóhönnu Sigurðardóttur, þá stendur ástarsagan upp úr. Sagan endar vel eins og öllum ætti að vera ljóst, en leið þeirra frá því að vera í laumulegu sambandi sem fáir vissu um til þess að vera hjón fyrir augliti heimsins er allt annað en auðveld og Jónína lýsir bæði gleðinni og sársaukanum sem það hefur valdið á einlægan hátt. Bók Jónínu er vel skrifuð, á köflum beinlínis spennandi, en líka hispurslaus bæði þegar lýst er gleði og sorgum, sigrum og eftirsjá. Síðasti kaflinn í sögu þeirra Jóhönnu og Jónínu er einstakur, ekki bara í íslensku samhengi heldur alþjóðlega. Aldrei áður í mannkynssögunni hefur leiðtogi vestræns ríkis komið fram opinberlega með maka af sama kyni sér við hlið. Samt er það svo að sagan fjarar svolítið út í lokin þegar sigur er unninn í baráttu þeirra Jóhönnu og Jónínu, ást þeirra orðin opinber og þær komnar í löggilt hjónaband. Margt situr eftir í huga manns eftir lestur sögunnar. Á þeim þrjátíu árum sem eru liðin síðan þær kynntust hafa orðið alger umskipti á bæði réttindamálum samkynhneigðra og viðhorfum Íslendinga í þeirra garð. Það er holl áminning um það hversu hratt tíminn getur liðið, hvað söguleg umskipti geta orðið alger á ekki lengri tíma. Þótt margt sé átakanlegt í þessari sögu er líka margt sem gleður, ekki bara það að þær Jóhanna og Jónína hafi náð í höfn hjónabandsins. Eitt af því sem hlýtur að vekja athygli og gera mann pínulítið glaðan er hversu lengi þær Jónína og Jóhanna fengu að vera í friði með einkalíf sitt að eigin ósk. Eins og Jónína rekur í bókinni voru þegar komnar á kreik sögur um samband þeirra skömmu eftir að það hófst. Engu að síður virðast íslenskir æsifréttamenn og slúðurblaðamenn hafa setið á sér lengst af. Það er engan veginn sjálfgefið.Niðurstaða: Eftirminnileg og einstök ástarsaga sem varpar ljósi á umbrotatíma í íslenskri samtímasögu.Jóhanna og Jónína. „Þótt margt sé átakanlegt í þessari sögu er líka margt sem gleður.“Fréttablaðið/Anton
Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira