Móðurást til sölu Jón Viðar Jónsson skrifar 5. nóvember 2013 10:00 Stóru börnin Leiklist: Lab Loki sýnir Stóru börnin í Tjarnarbíói Höfundur: Lilja sigurðardóttir Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson Stóru börnin eru fullorðnir einstaklingar haldnir allsérstæðri sálrænni og líkamlegri þörf: að verða aftur eins og barn, jafnvel ungbarn. Þeir þurfa því að finna sér mótaðila sem er tilbúinn að ganga í hlutverk foreldrisins og sinna öllum þörfum „barnsins“. Mér skilst að fólk með slíkar áráttuhneigðir hafi jafnvel með sér opinber samtök sums staðar, þó ekki séum við komin svo langt í frjálslyndinu hér á klakanum. Annars skal ég játa að ég er ekki mjög heima í þessum efnum. Nú er verið að sýna nýtt íslenskt leikrit um þennan veruleika í Tjarnarbíói. Höfundur er Lilja Sigurðardóttir og mun þetta frumraun hennar sem leikskáld. Af framansögðu leiðir að ég get lítt dæmt um það hversu trú raunveruleikanum mynd verksins er. Hitt get ég fullyrt að Stóru börnin er að mörgu leyti prýðisvel gert verk; já, ég hygg að betur skrifað og veigameira byrjendaverk hafi ekki komið fram á sviði hér síðan Björn Hlynur sendi frá sér Dubbeldusch. Samtölin skortir að vísu stundum persónulegan blæ, eru svolítið eins og eftir bókinni, en þegar jafn góðir leikarar og hér standa á sviði taka sér orðin í munn, kemur það vart að sök. Leikurinn þrælheldur okkur við efnið frá upphafi til enda; það slaknar ef til vill eilítið á spennu þegar líða tekur á fyrri hlutann, en strax eftir hlé rís dramað á ný uns það nær hápunkti sem er jafnframt lokapunktur og hvort tveggja í senn: óvæntur og trúverðugur. Það er alltaf gaman þegar höfundar kunna svo vel að nýta lögmál formsins: af þekkingu, næmleik og hugkvæmni. Og hafa um leið eitthvað að segja sem máli skiptir. Rúnar Guðbrandsson hefur löngu sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikstjórum okkar og alveg óskiljanlegt að stóru leikhúsin skuli ekki fela honum nein verkefni. Leikur hans og félaga í Lab Loka um Geirfinnsmálið, sem var sýndur í gamla Hæstaréttarsalnum á liðnu vori, var ein áhugaverðasta sýning síðasta leikárs, eins þótt sumir blaðadómarar fussuðu og hún teldist víst ekki heldur Grímutæk. Rúnar hefur í staðinn náð að skapa sér eigin vettvang utan leikhúsanna, hann vinnur gjarnan með sama fólkinu og það skilar sér hér með glæsibrag. Ég hef aldrei séð Birnu Hafstein leika betur og sömu sögu er að segja um Stefán Hall sem hefur trúlega liðið fyrir að vera lengi settur í helst til keimlík hlutverk. Árni Pétur stóð að vanda fyrir sínu – naut þess bersýnilega mjög að fá að hlaupa um með bleyju á bossa og snuð í munni – og þá var einstaklega ánægjulegt að sjá Lilju Guðrúnu fá loksins að takast á við alvöru hlutverk. Frammistaða þeirra fjögurra er einn besti hópleikur, ensemble-leikur, sem hér hefur sést langa lengi. Umgerðin öll, svið, búningar, leikhljóð og tónlist, seiddi fram hugblæ vöggustofunnar, yddaði og ýkti hið fáránlega, að maður ekki segi hið súrrealistíska, við hugarheim fólksins, en gerði það hófstillt og smekklega. Það gleðilegasta við þessa sýningu er þó sú staðreynd að hér er kominn fram höfundur sem ástæða er til að binda góðar vonir við í framtíðinni. Við bíðum spennt eftir því sem Lilja Sigurðardóttir sendir frá sér næst.Niðurstaða: Vönduð sýning og einkar athyglisverð frumraun ungs höfundar. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Lab Loki sýnir Stóru börnin í Tjarnarbíói Höfundur: Lilja sigurðardóttir Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson Stóru börnin eru fullorðnir einstaklingar haldnir allsérstæðri sálrænni og líkamlegri þörf: að verða aftur eins og barn, jafnvel ungbarn. Þeir þurfa því að finna sér mótaðila sem er tilbúinn að ganga í hlutverk foreldrisins og sinna öllum þörfum „barnsins“. Mér skilst að fólk með slíkar áráttuhneigðir hafi jafnvel með sér opinber samtök sums staðar, þó ekki séum við komin svo langt í frjálslyndinu hér á klakanum. Annars skal ég játa að ég er ekki mjög heima í þessum efnum. Nú er verið að sýna nýtt íslenskt leikrit um þennan veruleika í Tjarnarbíói. Höfundur er Lilja Sigurðardóttir og mun þetta frumraun hennar sem leikskáld. Af framansögðu leiðir að ég get lítt dæmt um það hversu trú raunveruleikanum mynd verksins er. Hitt get ég fullyrt að Stóru börnin er að mörgu leyti prýðisvel gert verk; já, ég hygg að betur skrifað og veigameira byrjendaverk hafi ekki komið fram á sviði hér síðan Björn Hlynur sendi frá sér Dubbeldusch. Samtölin skortir að vísu stundum persónulegan blæ, eru svolítið eins og eftir bókinni, en þegar jafn góðir leikarar og hér standa á sviði taka sér orðin í munn, kemur það vart að sök. Leikurinn þrælheldur okkur við efnið frá upphafi til enda; það slaknar ef til vill eilítið á spennu þegar líða tekur á fyrri hlutann, en strax eftir hlé rís dramað á ný uns það nær hápunkti sem er jafnframt lokapunktur og hvort tveggja í senn: óvæntur og trúverðugur. Það er alltaf gaman þegar höfundar kunna svo vel að nýta lögmál formsins: af þekkingu, næmleik og hugkvæmni. Og hafa um leið eitthvað að segja sem máli skiptir. Rúnar Guðbrandsson hefur löngu sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikstjórum okkar og alveg óskiljanlegt að stóru leikhúsin skuli ekki fela honum nein verkefni. Leikur hans og félaga í Lab Loka um Geirfinnsmálið, sem var sýndur í gamla Hæstaréttarsalnum á liðnu vori, var ein áhugaverðasta sýning síðasta leikárs, eins þótt sumir blaðadómarar fussuðu og hún teldist víst ekki heldur Grímutæk. Rúnar hefur í staðinn náð að skapa sér eigin vettvang utan leikhúsanna, hann vinnur gjarnan með sama fólkinu og það skilar sér hér með glæsibrag. Ég hef aldrei séð Birnu Hafstein leika betur og sömu sögu er að segja um Stefán Hall sem hefur trúlega liðið fyrir að vera lengi settur í helst til keimlík hlutverk. Árni Pétur stóð að vanda fyrir sínu – naut þess bersýnilega mjög að fá að hlaupa um með bleyju á bossa og snuð í munni – og þá var einstaklega ánægjulegt að sjá Lilju Guðrúnu fá loksins að takast á við alvöru hlutverk. Frammistaða þeirra fjögurra er einn besti hópleikur, ensemble-leikur, sem hér hefur sést langa lengi. Umgerðin öll, svið, búningar, leikhljóð og tónlist, seiddi fram hugblæ vöggustofunnar, yddaði og ýkti hið fáránlega, að maður ekki segi hið súrrealistíska, við hugarheim fólksins, en gerði það hófstillt og smekklega. Það gleðilegasta við þessa sýningu er þó sú staðreynd að hér er kominn fram höfundur sem ástæða er til að binda góðar vonir við í framtíðinni. Við bíðum spennt eftir því sem Lilja Sigurðardóttir sendir frá sér næst.Niðurstaða: Vönduð sýning og einkar athyglisverð frumraun ungs höfundar.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira