Samfélag jafnréttis og lýðræðis Eygló Harðardóttir skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Konur fylktu liði á sögufrægum baráttufundi árið 1975 sem aldrei gleymist. Æ síðan hefur 24. október verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði. Enn er þó kynbundinn launamunur um 9%. Við getum ekki sætt okkur við slíkar afskriftir á launum dætra okkar, þessum hróplega mun verður að útrýma. Öflug kvennahreyfing er nauðsynleg en ekki næg forsenda framfara í jafnréttismálum. Þekking byggð á rannsóknum er undirstaða þess að við getum haldið áfram að ryðja úr vegi hindrunum á leið okkar að réttlátara samfélagi. Skýrsla ráðherra er afrakstur slíkrar vinnu. Hún sýnir að margt hefur áunnist en dregur einnig fram stórar áskoranir. Þeim munum við mæta og halda áfram að byggja upp samfélag þar sem allir njóta jafnréttis í víðasta skilningi og engin mismunun fær þrifist. Liður í aðgerðum gegn mismunun af öllu tagi eru frumvörp til breytinga á jafnréttislögum sem ég legg fram á Alþingi á næstunni. Framundan eru merk tímamót þegar 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi. Við þessi tímamót ber að horfa um öxl. Við eigum að skrá helstu vörðurnar í jafnréttissögu landsins, styrkja fræðsluverkefni og rannsóknir sem miðla þekkingu um lýðræðisþróun og baráttu fyrir auknum borgara- og stjórnmálalegum réttindum. Við eigum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina hvað skýrt getur kynjaskekkjuna á vettvangi stjórnmálanna. Það felast sóknarfæri í því að standa myndarlega að verki þegar við höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við getum sótt fyrirmyndir og unnið með hinum Norðurlandaþjóðunum sem nú minnast sömu tímamóta. Höfum að leiðarljósi orð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún ritaði í fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna – þekking er veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Konur fylktu liði á sögufrægum baráttufundi árið 1975 sem aldrei gleymist. Æ síðan hefur 24. október verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði. Enn er þó kynbundinn launamunur um 9%. Við getum ekki sætt okkur við slíkar afskriftir á launum dætra okkar, þessum hróplega mun verður að útrýma. Öflug kvennahreyfing er nauðsynleg en ekki næg forsenda framfara í jafnréttismálum. Þekking byggð á rannsóknum er undirstaða þess að við getum haldið áfram að ryðja úr vegi hindrunum á leið okkar að réttlátara samfélagi. Skýrsla ráðherra er afrakstur slíkrar vinnu. Hún sýnir að margt hefur áunnist en dregur einnig fram stórar áskoranir. Þeim munum við mæta og halda áfram að byggja upp samfélag þar sem allir njóta jafnréttis í víðasta skilningi og engin mismunun fær þrifist. Liður í aðgerðum gegn mismunun af öllu tagi eru frumvörp til breytinga á jafnréttislögum sem ég legg fram á Alþingi á næstunni. Framundan eru merk tímamót þegar 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi. Við þessi tímamót ber að horfa um öxl. Við eigum að skrá helstu vörðurnar í jafnréttissögu landsins, styrkja fræðsluverkefni og rannsóknir sem miðla þekkingu um lýðræðisþróun og baráttu fyrir auknum borgara- og stjórnmálalegum réttindum. Við eigum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina hvað skýrt getur kynjaskekkjuna á vettvangi stjórnmálanna. Það felast sóknarfæri í því að standa myndarlega að verki þegar við höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við getum sótt fyrirmyndir og unnið með hinum Norðurlandaþjóðunum sem nú minnast sömu tímamóta. Höfum að leiðarljósi orð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún ritaði í fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna – þekking er veldi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar