Aron er áhyggjufullur af litlum spiltíma Ásgeirs Arnar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 07:30 Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn fyrir leikina gegn Austurríki þrátt fyrir töluverð forföll leikmanna vegna meiðsla. fréttablaðið/stefán „Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
„Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira