Vonlaus blaðamennska Lilja Magnúsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kæri Mikael Torfason. Það er fagnaðarefni að fjölmiðlar veiti skólastarfi athygli en mikið þætti mér vænt um ef þú vildir notfæra þér ritstjórastólinn til að kanna nokkur atriði betur. (Fjallað var um skólamál í leiðara 19. okt. 2013 sem bar titilinn „Vonlaus skóli“ og í frétt á forsíðu Fréttablaðsins „Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál“, 17. sept. 2013.) Mig langar að benda þér á örfá atriði sem þarf að íhuga betur. Kennurum hefur fjölgað um 20% á 15 árum. Eflaust er þetta rétt fullyrðing. Það sem vantar bara er að nemendum fjölgaði mjög mikið á síðustu 15 árum. Stærstu árgangar sem fæðst hafa á Íslandi voru í grunnskóla og kennslustundum á hvern nemanda fjölgaði á þessum árum. Sérskólar voru lagðir niður og grunnskólinn tók við nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og það kallar á meira starfsfólk, fyrst og fremst fleiri kennara. Að reikna fjölda nemenda á kennara án þess að skoða hvað liggur að baki er ekki bara fáránlegt heldur ómanneskjulegt. Jón Gnarr hefur einbeitt sér að eineltismálum í Reykjavík. Það er frábært því ef það er eitthvað sem eyðileggur æsku fólks þá er það að verða fyrir einelti. Einelti er ekki bara til í skólum, heldur líka í samfélaginu. Einelti er hluti af þeirri trú að það megi vera andstyggilegur við þá sem eru „öðruvísi“. Jón Gnarr hefur lagt mikið til íslensks samfélags með því að vera „öðruvísi“. Hann er ekki stúdent, hann er „brottfall“, hann er leikari með enga menntun í því fagi, klæðist bleikum kvenmannsfötum í Hinsegingöngunni og hann er rauðhærður og með gleraugu. Hann er allt sem hefur þótt eðlilegt að leggja í einelti nema; hann er borgarstjóri Reykjavíkur.Skýtur skökku við Það skýtur skökku við að hæla Jóni Gnarr og tala síðan eins og brottfall sé fötlun. Kæri Mikael, vissir þú að nemandi sem ákveður að hætta námi í Borgarholtsskóla og færa sig yfir í FB telst brottfall? Hann hætti við að verða bílasmiður en ákvað að verða húsasmiður. Er það slæmt? Nemandi sem ákveður að fara sem skiptinemi til Kenía telst líka brottfall því hann er hvergi skráður í skóla á meðan. Nemandi sem vill vera eina önn á trillu með afa telst líka brottfall. Við skulum skoða betur hvað liggur að baki fullyrðingum um brottfall áður en við notum það orð sem allsherjardóm yfir framhaldsskólakerfinu okkar. Fyrir nokkrum vikum var frétt á forsíðu Fréttablaðsins um að 10% ungra barna á Íslandi ættu annað móðurmál en íslensku, fengju tvö móðurmál í vöggugjöf. Frábært, hugsaði ég, þvílík verðmæti að eignast fólk sem getur talað og hugsað á tveimur tungumálum. Þessi þjóð verður ríkari að menningu og mannauði. En nei, Fréttablaðið hafði samband við einn kennara sem taldi sligandi kostnað fylgja tvítyngdum nemendum! Talandi um einelti. Hvaðan kemur Fréttablaðinu sú hugmynd að tvítyngdir nemendur þurfi endilega að vera dýrari en aðrir? Hvað hefði verið sagt ef fréttin hefði fjallað um að rauðhærðir strákar væru dýrastir íslensku skólakerfi? Það er margt afburðagott í í skólunum okkar og um það vitna best farsælir nemendur sem ég horfi á í skólanum mínum á hverjum degi. Skólakerfið er svo gott að það á ekki skilið slíka fyrirsögn sem þú slengir framan í alþjóð í leiðara þínum í Fréttablaðinu: „Vonlaus skóli“. (Búið að breyta fyrirsögninni í „Dýr grunnskóli“ í netútgáfunni.) „Skóli“ er nemendur, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk. Er þetta allt svona vonlaust pakk eða er þetta bara vonlaus blaðamennska?
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar