Vondur rekstur eða góður? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2013 00:00 Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar