Þetta var risastór dagur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2013 06:15 Íslenski varnarmúrinn var öflugur á móti Finnum í Vodafonehöllinni í gær. Mynd/Valli „Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira
„Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Sjá meira