Körfubolti

Njarðvík á tvo þá stigahæstu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík.
Elvar Már Friðriksson hjá Njarðvík. Mynd/Vilhelm
Þriðja umferð Dominos-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum og margra augu verða á leik Snæfells og KR.

Vance Cooksey skoraði 30 stig í fyrsta leik sínum með Snæfelli en í kvöld koma ósigraðir KR-ingar í heimsókn í Hólminn. Hinir leikir kvöldsins eru: Grindavík-Valur, ÍR-Haukar og Stjarnan-Skallagrímur.

Stórleikur umferðarinnar, leikur nágrannanna Njarðvíkur og Keflavíkur, verður ekki fyrr en á mánudaginn og þá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Njarðvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni og þar hafa bakverðirnir Elvar Már Friðriksson og Logi Gunnarsson farið á kostum.

Þeir Elvar og Logi hafa skorað saman 49 stig að meðaltali í leik og eru stigahæstu íslensku leikmennirnir í deildinni. Elvar hefur gefið 7,0 stoðsendingar að meðaltali auk 25,5 stiga í leik.

Haukamaðurinn Terrence Watson og Mike Cook Jr. hjá Þór úr Þorlákshöfn eru stigahæstu leikmenn deildarinnar með 28,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur umferðunum.

Stigahæstu Íslendingarnir:

Elvar Már Friðriksson, Njarðvík  25,5 stig í leik

Logi Gunnarsson, Njarðvík  23,5

Þorleifur Ólafsson, Grindavík  21,5

Páll Axel Vilbergsson, Skallagrími  21,3

Mirko Stefán Virijevic, KFÍ  21,0

Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli  20,5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×