Fyrirsjáanleg framtíð Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Svo lengi sem ég man hefur fyrirtækjum á Íslandi verið skipt í þrjá misgóða flokka. Í efsta flokknum – þeim besta – hafa verið fyrirtæki, sem selt geta framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt. Kölluð „gjaldeyrisskapandi fyrirtæki“. Af því að þau geta selt framleiðslu sína fyrir gjaldgenga mynt getum við látið það eftir okkur að kaupa lyf, bíla, heimilistæki, spjaldtölvur, bensín, olíur og þess háttar frá útlöndum.Næstbestir Í næstbesta flokknum eru fyrirtæki, sem framleiða vörur og þjónustu, sem að vísu ekki fæst gjaldgeng mynt fyrir – bara íslenskar krónur – en bjóða vöru og þjónustu sem ella þyrfti að kaupa frá útlöndum fyrir gjaldgenga mynt. Slík fyrirtæki nefnast „gjaldeyrissparandi fyrirtæki“. Þarna má nefna fyrirtæki eins og Mjólkursamsöluna, svínabúin, Holta-kjúkling, Bæjarins bestu og fleiri og fleiri. Þegar við Íslendingar erum svo í krísu því oss vantar meiri „gjaldeyri“ er hægt að bregðast við vandanum með úrræðum Guðna Ágústssonar: „Drekkum miklu meiri mjólk og étum miklu meira smjör því það sparar gjaldeyri.“Lakir og slakir Í neðsta flokknum eru svo atvinnufyrirtæki sem hvorki geta selt fyrir gjaldgenga mynt né sparað okkur gjaldeyri. Fyrirtæki, sem borga þeim sem þar vinna í mynt, sem hvergi er gjaldgeng meðal siðmenntaðra þjóða (nema auðvitað hérna) og geta ekki einu sinni hjálpað okkur til þess að spara það lítilræði sem við þó eigum af gjaldgengri mynt.Svo langt sem séð verður Svona hefur verið okkar umhverfi svo langt sem elstu menn muna og svona er því ætlað að vera „um fyrirsjáanlega framtíð“. Hvernig ætli fólki líði svo þar sem hugtakið „gjaldgeng mynt“ og umræðuefnið „erlendur gjaldeyrir“ er gersamlega óþekkt? Þar sem allar tekjur og öll útgjöld eru greidd í mynt, sem er gjaldgeng hvar sem niður er borið í heiminum? Þar sem „gjaldeyrisskortur“ er ekki vandamál, eignir í ógjaldgengri mynt eru ekki áhyggjuefni og „snjóhengjuvandamál“ aðeins lítillega þekkt – og þá af afspurn? Þar sem allur atvinnurekstur sem skilar arði er talinn vera og er jafn mikilvægur fyrir þjóðarbúið?Draumalönd? Er þarna verið að lýsa einhverju „draumalandi“? Nei, þarna er verið að lýsa aðstæðum fólksins í löndum eins og öllum löndum ESB, í Kanada, í Bandaríkjunum – já jafnvel í Danmörku og Noregi. Þar er hvarvetna notuð gjaldgeng mynt. Vandamál vegna skorts á gjaldgengri mynt eru þar einfaldlega ekki til. En á Íslandi viljum við ekki svoleiðis. Við veljum ávallt „sérstöðuna“. Metum hana mikils. Það er svo þjóðlegt. Svo mikið svona víkingablóð og Íslendingseðli. Laðar að ferðamenn. Gott að svo mun áfram verða „um fyrirsjáanlega framtíð“! Það tókst að tryggja í síðustu kosningum.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun