„Sérstakt að menn fari úr því að spila núll mínútur í fimmtíu mínútur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 06:00 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira
Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira