„Sérstakt að menn fari úr því að spila núll mínútur í fimmtíu mínútur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 06:00 Aron Kristjánsson ásamt Gunnari Magnússyni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn eru í takmarkaðri leikæfingu vegna lítils spiltíma hjá liðum sínum. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla. Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson voru ekki á skýrslu hjá Rhein-Neckar Löwen í jafntefli gegn Füchse Berlín í gær. Þá hefur Ásgeir Örn Hallgrímsson lítið komið við sögu hjá PSG í Frakklandi líkt og liðsfélagi hans Róbert Gunnarsson. „Við erum í vandræðum með leiktíma hjá nokkrum leikmönnum,“ segir Aron og nefnir fyrrnefnda leikmenn til sögunnar sem dæmi. Stefán Rafn hafi þó nýtt tækifærið vel þegar það hafi boðist. Ekki hafi þó gengið nægilega vel hjá Rúnari. Auk þess spili Ólafur Gústafsson ekki nóg hjá Flensburg og sömu sögu sé að segja um Vigni Svavarsson hjá Minden. „Auðvitað er óskandi að leikmenn spili töluvert og séu í toppformi þegar landsliðið hittist.“Vonir standa til að Alexander Petersson spili með landsliðinu í janúar.Alexander Petersson er kominn aftur á skrið hjá Rhein-Neckar Löwen eftir uppskurð á öxl í vor. Hægri skyttan skytta sneri aftur á völlinn fyrr en reiknað var með og spilar lungann úr leikjunum. Um leið hefur mínútum Rúnars fækkað til muna en hann virðist þriðji kostur í stöðuna sem stendur. „Auðvitað er mjög sérstakt að menn fari beint úr núll mínútum í fimmtíu mínútur,“ segir Aron um þátttöku Alexanders í undanförnum leikjum. Alexander sé þó auðvitað mjög mikilvægur fyrir Ljónin hans Guðmundar Guðmundssonar. „Guðmundur stýrir liðinu eins vel og hann getur með þá leikmenn sem hann telur að standi sig best.“ Alexander lék ekki með landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðsla. Taldi skyttan sig þurfa að nota tímann til að jafna sig á þrálátum axlarmeiðslum. „Ég geri ráð fyrir Alexander í mínum plönum,“ segir Aron um þátttöku skyttunnar á EM í Danmörku í janúar.Björgvin Páll Gústavsson er kominn í flott form hjá Bergischer.Þá er óvissa um hvenær Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer snýr aftur eftir kjálkabrot og þá leikur Þórir Ólafsson til skiptis við kollega í hægra horni Kielce. „Þórir er reynslumikill leikmaður og ég hef svo sem engar áhyggjur af honum. Það var slæmt að Arnór skyldi meiðast en við höfum líka notað Ásgeir Örn í horninu.“ Landsliðið hittist í Austurríki 28. október, æfir í tæpa viku og spilar tvo landsleiki við heimamenn. Á jákvæðari nótum segir Aron ánægjulegt að Aron Pálmarsson hjá Kiel sé á uppleið eftir meiðsli og að hann bindi miklar vonir við að hann komist í toppform. Björgvin Páll Gústavsson hafi einnig verið að standa sig vel í marki Bergischer. „Björgvin hefur náð sér vel á strik og er í fantaformi.“ Þá hafi Aroni Rafni Eðvarðssyni gengið betur undanfarið með Guif eftir erfiða byrjun.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira