Hrædd um að missa sig í femínískar skammarræður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. október 2013 10:00 Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi. Ég hef átt í mesta basli með að finna rétta skilgreiningu á bókina,“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir spurð hvernig bók hennar, Alla mína stelpuspilatíð, sé skilgreind. „Þetta átti að vera einhvers konar kynjasaga, án þess þó að vera mjög fræðileg, þar sem ég ætlaði að flétta mína persónulegu reynslu inn í. Undir ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur þróaðist þetta hins vegar þannig að persónusagan fór meira í forgrunninn. Þetta er þó alls ekki hefðbundin ævisaga, þannig að það er mjög erfitt að flokka hana. Ég lít á þetta sem þroskasögu en er þó alltaf með kynjagleraugun á nefinu.“Þannig að þetta er uppvaxtarsaga þín í bland við sögu móður þinnar og formæðra? „Helmingurinn af þessu verki fjallar um æsku og uppvöxt og þar er ég auðvitað heilmikið að fjalla um mömmu. Svo er ég líka að fjalla um þann tíðaranda sem ríkti á þessum árum. Bókin skiptist í kafla: barnæsku, unglingsár, hvað gerist þegar stelpan verður kona, um ástina, kynhvötina, hjónabandið og barneignir og svo fjallar lokakaflinn um það sem gerist þegar maður horfir fram á efri árin.“Sigríður heldur sig þó engan veginn eingöngu við eigin sögu heldur leitar fanga víða. „Ég las alveg gríðarlega mikið af bókum á meðan ég var að skrifa og þótt ég sé ekki með tilvísanir og slíkt styðst ég við mjög margar heimildir í þessum pælingum og setti heimildaskrá aftast að gamni mínu, ef einhvern skyldi langa að fræðast nánar um það sem ég er að skrifa þarna.“Gekk það ekkert nærri þér að nota eigin ævi sem útgangspunkt? „Það gekk vel í fyrri hlutanum, á meðan ég var að skrifa um æsku og uppvöxt, það er svo langt í burtu. Ég var hins vegar ekki tilbúin að ganga mjög nærri persónu minni þegar nær dró í tíma og baksaði lengi við það að tapa ekki niður frásögninni í seinni hlutanum. Missa mig ekki í femínískar skammarræður og slíkt. Það er ekki skemmtileg lesning. Silja, sem er gömul rauðsokka, lét mig alveg heyra það að þetta væri hrútleiðinlegt þegar ég lenti á þeim götunum.“Ertu alin upp í miklum femínisma? „Þetta hefur alltaf búið með mér, held ég. Ég er náttúrulega alin upp í mjög róttækri hugsun og þar var femínisminn auðvitað innifalinn. En ég er ekki að reyna að gera þetta eitthvað rosalega fræðilegt. Ég er með meistarapróf í sagnfræði og hef skrifað sagnfræðirit þar sem maður er bundinn af fræðilegum vinnuaðferðum og í þetta sinn langaði mig að láta vaða á súðum og segja bara það sem mér sýnist. Fjalla um kvennasögu og kynjafræði og leyfa mér að hafa skoðanir á því. Fræðimenn eiga alltaf að þykjast vera hlutlausir, sem þeir eru náttúrulega aldrei. Þannig að þetta var mín aðferð til að gefa sjálfri mér lausan tauminn.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi. Ég hef átt í mesta basli með að finna rétta skilgreiningu á bókina,“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir spurð hvernig bók hennar, Alla mína stelpuspilatíð, sé skilgreind. „Þetta átti að vera einhvers konar kynjasaga, án þess þó að vera mjög fræðileg, þar sem ég ætlaði að flétta mína persónulegu reynslu inn í. Undir ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur þróaðist þetta hins vegar þannig að persónusagan fór meira í forgrunninn. Þetta er þó alls ekki hefðbundin ævisaga, þannig að það er mjög erfitt að flokka hana. Ég lít á þetta sem þroskasögu en er þó alltaf með kynjagleraugun á nefinu.“Þannig að þetta er uppvaxtarsaga þín í bland við sögu móður þinnar og formæðra? „Helmingurinn af þessu verki fjallar um æsku og uppvöxt og þar er ég auðvitað heilmikið að fjalla um mömmu. Svo er ég líka að fjalla um þann tíðaranda sem ríkti á þessum árum. Bókin skiptist í kafla: barnæsku, unglingsár, hvað gerist þegar stelpan verður kona, um ástina, kynhvötina, hjónabandið og barneignir og svo fjallar lokakaflinn um það sem gerist þegar maður horfir fram á efri árin.“Sigríður heldur sig þó engan veginn eingöngu við eigin sögu heldur leitar fanga víða. „Ég las alveg gríðarlega mikið af bókum á meðan ég var að skrifa og þótt ég sé ekki með tilvísanir og slíkt styðst ég við mjög margar heimildir í þessum pælingum og setti heimildaskrá aftast að gamni mínu, ef einhvern skyldi langa að fræðast nánar um það sem ég er að skrifa þarna.“Gekk það ekkert nærri þér að nota eigin ævi sem útgangspunkt? „Það gekk vel í fyrri hlutanum, á meðan ég var að skrifa um æsku og uppvöxt, það er svo langt í burtu. Ég var hins vegar ekki tilbúin að ganga mjög nærri persónu minni þegar nær dró í tíma og baksaði lengi við það að tapa ekki niður frásögninni í seinni hlutanum. Missa mig ekki í femínískar skammarræður og slíkt. Það er ekki skemmtileg lesning. Silja, sem er gömul rauðsokka, lét mig alveg heyra það að þetta væri hrútleiðinlegt þegar ég lenti á þeim götunum.“Ertu alin upp í miklum femínisma? „Þetta hefur alltaf búið með mér, held ég. Ég er náttúrulega alin upp í mjög róttækri hugsun og þar var femínisminn auðvitað innifalinn. En ég er ekki að reyna að gera þetta eitthvað rosalega fræðilegt. Ég er með meistarapróf í sagnfræði og hef skrifað sagnfræðirit þar sem maður er bundinn af fræðilegum vinnuaðferðum og í þetta sinn langaði mig að láta vaða á súðum og segja bara það sem mér sýnist. Fjalla um kvennasögu og kynjafræði og leyfa mér að hafa skoðanir á því. Fræðimenn eiga alltaf að þykjast vera hlutlausir, sem þeir eru náttúrulega aldrei. Þannig að þetta var mín aðferð til að gefa sjálfri mér lausan tauminn.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira