Martröð hvers foreldris Sara McMahon skrifar 2. október 2013 21:00 Jake Gyllenhaal fer með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Loka í kvikmyndinni Prisoners. Terrence Howard og Viola Davis fara með hlutverk foreldra barns sem hefur verið rænt. Spennumyndin Prisoners skartar Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í helstu hlutverkum. Myndin er í leikstjórn Denis Villeneuve og segir frá brottnámi tveggja telpna og eftirmálum þess. Myndin hefst á því að nágrannafjölskyldurnar Dover og Birch eyða saman þakkargjörðarhátíðinni. Sex ára gamlar dætur hjónanna, Anna Dover og Joy Birch, fara að matnum loknum út að leika sér. Þegar fullorðna fólkið fer að lengja eftir stúlkunum áttar það sig á því að þær eru á bak og burt. Lögreglan er kölluð til og fer rannsóknarlögreglumaðurinn Loki fyrir leitinni. Húsbíll finnst skammt frá og handtekur lögreglan eiganda bílsins, mann að nafni Alex Jones. Vegna skorts á sönnunargöngum er Jones sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Þetta kemur Keller Dover, föður Önnu, í mikið uppnám og hann ákveður að taka málin í eigin hendur, rænir Jones og heldur honum föngnum í von um að fá upplýsingar um líðan og staðsetningu stúlknanna. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Paul Dano og Melissa Leo. Sem áður segir er myndin í leikstjórn Denis Villeneuve, en kvikmynd hans frá árinu 2010, Incendies, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin það árið. Prisoners hefur hlotið mikið lof og fékk 8,3 í einkunn á vefsíðunni Imdb og 80 prósent í einkunn á Rottentomatoes. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Spennumyndin Prisoners skartar Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í helstu hlutverkum. Myndin er í leikstjórn Denis Villeneuve og segir frá brottnámi tveggja telpna og eftirmálum þess. Myndin hefst á því að nágrannafjölskyldurnar Dover og Birch eyða saman þakkargjörðarhátíðinni. Sex ára gamlar dætur hjónanna, Anna Dover og Joy Birch, fara að matnum loknum út að leika sér. Þegar fullorðna fólkið fer að lengja eftir stúlkunum áttar það sig á því að þær eru á bak og burt. Lögreglan er kölluð til og fer rannsóknarlögreglumaðurinn Loki fyrir leitinni. Húsbíll finnst skammt frá og handtekur lögreglan eiganda bílsins, mann að nafni Alex Jones. Vegna skorts á sönnunargöngum er Jones sleppt úr haldi að yfirheyrslum loknum. Þetta kemur Keller Dover, föður Önnu, í mikið uppnám og hann ákveður að taka málin í eigin hendur, rænir Jones og heldur honum föngnum í von um að fá upplýsingar um líðan og staðsetningu stúlknanna. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhaal, Viola Davis, Maria Bello, Terrence Howard, Paul Dano og Melissa Leo. Sem áður segir er myndin í leikstjórn Denis Villeneuve, en kvikmynd hans frá árinu 2010, Incendies, var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin það árið. Prisoners hefur hlotið mikið lof og fékk 8,3 í einkunn á vefsíðunni Imdb og 80 prósent í einkunn á Rottentomatoes.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira