Fjárlagafrumvarp óvissu og vonbrigða Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. október 2013 08:18 Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun