Ósk um samstarf Þorsteinn Víglundsson skrifar 28. september 2013 06:00 Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð Íslands sendu forsætisráðherra bréf í vikunni þar sem óskað var eftir samstarfi um úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum Íslendinga í efnahagsmálum fram á veginn. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í slíka úttekt. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherra við þessari beiðni valda vonbrigðum. Kannski ekki síst í ljósi þess að vonir stóðu til að ný ríkisstjórn myndi láta af þeirri átakahefð sem einkennt hefur stjórnmálin á undanförnum árum og taka upp ný vinnubrögð. Væntingar í þá átt eru ekki að ástæðulausu enda sagði m.a. í annarri málsgrein stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar: „Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Þessi yfirlýsing gaf því skýr fyrirheit um betri samskipti við aðila vinnumarkaðarins en fyrri ríkisstjórn iðkaði og mikilvægt að sú verði raunin. Vissulega getur aðila greint á í veigamiklum atriðum. Ekki þarf heldur að taka fram að það er meirihluti Alþingis sem ræður för. Vönduð og opin umræða, þar sem mismunandi sjónarmið eru skoðuð vandlega, leiðir hins vegar undantekningalaust til betri og trúverðugri niðurstöðu. Samtök atvinnulífsins ganga til slíkrar vinnu án fyrirframgefinna niðurstaðna. Úttektin sem SA, ASÍ og VÍ vilja gera með stjórnvöldum snýr ekki eingöngu að aðildarviðræðum við ESB og hvaða kostir þar eru í boði, heldur ekki síður að því að skýra aðra valkosti sem Íslendingum standa til boða í peningamálum. Niðurstaða í þeim efnum er mikilvægur þáttur í gerð komandi kjarasamninga og raunar hornsteinn nýrrar þjóðarsáttar um betri lífskjör. Þá er tómt mál að tala um afnám gjaldeyrishafta ef skýr peningastefna er ekki til staðar. Verkefnin fram undan eru viðamikil og mikilvæg og leggja Samtök atvinnulífsins áherslu á að eiga gott samstarf við stjórnvöld við úrlausn þeirra. Samtökin treysta því að það sé gagnkvæmt.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun