Eigum við að leggja niður Landspítalann? Lilja Guðlaug Bolladóttir skrifar 24. september 2013 12:00 Undanfarna daga hefur afar bág mönnun sérfræðinga í krabbameinslækningum á Landspítalanum verið í umræðunni og ástandið er vægast sagt slæmt. Þetta ástand hefur þó verið fyrirsjáanlegt í MÖRG ár. Undirrituð starfaði á krabbameinsdeild Landspítalans á árunum 2001 til 2005 og þá voru krabbameinslæknar einn fámennasti sérfræðilæknahópurinn, þ.e. hver læknir var með mun fleiri sjúklinga á sinni könnu en í flestum öðrum sérgreinum og teymið sem þurfti að ganga stofugang á stærsta teymi spítalans. Krabbameinssjúklingar eru krefjandi og flókinn sjúklingahópur, vandamál þeirra eru margþætt og síbreytileg og sjúklingurinn og fjölskylda hans þurfa oft að hafa ákveðið aðgengi að sínum lækni. Þá þegar, á þessum árum, var álagið á krabbameinslæknana mikið og þeir kvörtuðu um lélegt vinnuskipulag og -aðstæður. Til dæmis þeystust þeir á milli göngudeildarinnar, þar sem þeir voru með fullskipaða móttöku allan daginn, og legudeildarinnar þar sem þeir áttu stundum SAMA DAG að ganga stofugang á alla innlögðu sjúklingana OG vera leiðbeinandi, ráðgefandi og styðjandi við unglækna deildarinnar. Skrifstofuaðstaða þeirra var í byggingu kvennadeildarinnar; ekki einu sinni í sömu byggingu og krabbameinsdeildirnar eru staðsettar. Þeir fengu ekki síma frá spítalanum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um og þrátt fyrir að þurfa oft og tíðum að vera í miklu símasambandi við sína sjúklinga, sem þeir vel að merkja iðulega þurftu að gera eftir að þeirra vinnudegi lauk. Vottorðaskrif og þess háttar skriffinnska náðust yfirleitt heldur ekki á dagvinnutíma og sömuleiðis var ekki óalgengt að svokallaða fjölskyldufundi væri nauðsynlegt að halda seinni part dags en ekki á dagvinnutímanum vegna álags og tímaskorts læknisins. Töluvert meira „áreiti“ er fyrir krabbameinslækninn en marga aðra lækna. Alla daga ársins og á öllum tímum sólarhringsins. Þar sem eðlilega getur myndast svolítið sterkt samband milli krabbameinslæknisins og sjúklingsins er ekki óalgengt að mikið veikur sjúklingur með ný einkenni eða mikið/hratt versnandi sjúkdóm hafi beint samband við sinn lækni í síma eða með tölvupósti, burtséð frá því hvort læknirinn sé á vakt, í vinnu eða ekki. Auk þess þurfa krabbameins-heimahjúkrunarþjónustur stundum að hafa samband við lækni sjúklinga og fá ráð eða fyrirmæli þegar þær eru í vitjunum sínum, stundum seint á kvöldin eða á sunnudegi. Átta af þeim læknum sem ég vann mikið með eru núna hættir störfum. Sumir yfirgáfu sérgreinina en aðrir héldu áfram í krabbameinslækningum en yfirgáfu spítalann – og þar með landið! Aðeins tveir þeirra eru komnir á aldur. Rosalegt vinnuálag, lélegar starfsaðstæður og -skipulag, léleg laun, lítill ákvörðunarréttur í málum sem varða starfsemina, slítandi sérgrein (læknirinn er mjög oft boðberi slæmra tíðinda, hátt hlutfall af „töpuðum orustum“, þ.e hátt hlutfall af ólæknuðum (látnum) sjúklingum, og lítill sem enginn skilningur stjórnenda á öllu ofannefndu eru án efa einhverjar af ástæðunum fyrir því að þessir læknar hafa ákveðið að hætta að vinna á krabbameinsdeild Landspítalans. Án þess að ég ætli á nokkurn hátt að tala fyrir þessa lækna. En það er nú þannig að Landspítalinn er eini staðurinn á landinu þar sem þú getur stundað þessa tilteknu sérgrein af fullum krafti með allri tækni. Og nei, ég er ekki að gleyma sjúkrahúsinu á Akureyri eða öðrum stöðum – krabbameinssjúklingar utan af landi þurfa að leita á Landspítalann fyrir allar sérhæfðari meðferðir. Þetta er ekki sérgrein sem mögulegt er að stunda eingöngu á stofu úti í bæ, bæði vegna krabbameinslyfjanna (flóknar lyfjagjafir og strangar reglur um frumudrepandi lyf) og geislameðferðanna. Það hljóta því að vera mjög sérstakar og alvarlegar ástæður fyrir því að læknir sem hefur eytt um hálfum öðrum áratug og háum fjárhæðum í að mennta sig í nákvæmlega þessari sérgrein ákveður að yfirgefa starfsvettvang sinn, í sumum tilfellum löngu áður en starfsævin er á enda. Þessar ástæður hljóta að vega mjög þungt. Ef þetta er ekki kröftug yfirlýsing um óánægju tengda vinnustaðnum og/eða vinnuveitandanum þá veit ég ekki hvað. En þannig hafa stjórnendur spítalans í gegnum tíðina greinilega ekki valið að líta á málið. Að minnsta kosti hafa þeir ekki brugðist við með neinum hætti. Og því er nú staðan eins og hún er í dag. Ég held að það sé örugglega rétt hjá mér að síðan árið 2005 hafi aðeins tveir eða þrír nýir krabbameinslæknar hafið störf á Landspítalanum. Sjúklingunum hefur fjölgað örlítið meira. Ég þekki sérstaklega vel til þessarar sérgreinar af ýmsum ástæðum. En ef maður horfir á Landspítalann í heild sinni er engin ástæða til þess að ætla að aðstæður eða starfsánægja sé öðruvísi eða betri í öðrum sérgreinum. Það er örugglega áherslumunur á milli sérgreina, sviða og deilda en í heildina er ástandið á Landspítalanum eins og það er í dag vegna þess að yfirstjórnendur spítalans hafa ekki hlustað á starfsfólkið sitt og tekið mark á því. Stjórnvöld hafa ekki fengið, og þá meina ég alls ekki fengið, rétta mynd af stöðunni á spítalanum. Óánægja er hunsuð, gagnrýni er ekki vel séð, lítið er gert úr kvörtunum og tillögum um úrbætur er stungið undir stól. Ástandið á Landspítalanum varð ekkert svona á einni nóttu. Og það tengist ekkert bara „hruninu“. Það tengist bæði innri stjórnun á spítalanum sjálfum og algjöru stefnu- og skipulagsleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðiskerfinu í heild sinni. Það hafa alls kyns viðvörunarljós blikkað. Læknar, bæði læknar spítalans og heilsugæslunnar, hafa varað stjórnvöld við þessu í mörg ár. Það hefur verið bent á að heilsugæslan, sem á að vera grunnstoð heilbrigðiskerfisins og fyrsti viðkomustaður sjúklingsins í heilbrigðiskerfinu, sé að molna niður og að nauðsynlegt sé að styrkja hana. Í árafjölda hafa heimilis- og heilsugæslulæknar varað við í hvað stefndi í heilsugæslunni. Það hefur verið skrifað um nauðsynlega þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma og nauðsyn þess að hugsa fram í tímann í þeim efnum til þess að bregðast við öldrun þjóðarinnar. Það hefur verið bent á að framfarir í læknavísindum samhliða öldrun þjóðarinnar muni leiða af sér stöðugt fleiri sjúklinga. Læknar hafa á hógværan hátt nefnt að laun þeirra séu ekki samkeppnishæf við laun erlendis og alls ekki í samræmi við lengd náms og ábyrgð í starfi, aðrar heilbrigðisstéttir hafa ítrekað tekið slaginn við ríkisvaldið og spítalann vegna sinna launa, sem heldur ekki eru í samræmi við laun annarra háskólastétta. Það hefur verið MARGtalað um vaxandi og ómanneskjulegt álag á Landspítalanum á öllum klínískum frontum spítalans, þreytu starfsfólks og að gengið sé á langlundargeð þess. Það er búið að benda á aðstöðuleysi, ónýtan, úreltan og úr sér genginn tækjabúnað og að fagleg þróun, kennsla og rannsóknir séu á undanhaldi vegna fjárskorts og álags. Það er búið að vara við því hvaða áhrif það muni hafa á starfsemi Landspítalans þegar ungir læknar drífa sig (flýja) út í sérnám í stað þess að vinna á spítalanum í nokkur ár eins og tíðkast hefur. Neikvæðar starfsánægjukannanir Landspítalans eru gerðar opinberar ár eftir ár, svo birtist forstjórinn í fréttum og fegrar þær og leggur áherslu á þennan „eina unglækni“ sem virtist vera nokkuð ánægður í starfi. Læknaráð og hjúkrunarráð spítalans senda frá sér ályktanir og lýsa áhyggjum sínum af ástandi og þróun mála. Það sama gerir Læknafélagið, sem reyndar hefur margoft varað við þróuninni í heilbrigðiskerfinu. Það er bloggað. Það er talað. Það eru tekin viðtöl. Það eru skipaðar nefndir sem skila álitum sem virðist vera stungið beint ofan í skúffu einhvers. Landspítalinn, bæði bókstaflega spítalinn sjálfur (húsakosturinn) og starfsemi hans, eru búin að vera að molna niður fyrir augum allra sem vildu sjá. Starfsfólk er aðframkomið af þreytu og vonleysi. Það eru bókstaflega öll ljós búin að blikka á rauðu. Ekkert bara í gær eða í sumar heldur í mörg ár. Málið er bara að það hefur ekki verið tekið mark á þessum viðvörunarljósum. Stjórnvöld hafa lokað augunum, hunsað viðvaranir fagfólks og þóst vita betur og yfirstjórnendur spítalans hafa ekki tekið umkvartanir starfsfólks síns alvarlega. Skyndilega er allt að hrynja á lyflækningasviði Landspítalans og þá eru allt í einu allir „voða hissa“, bæði stjórnendur spítalans og stjórnvöld, einhver neyðaráætlun er soðin saman og virkjuð. Bara nokkrum árum of seint. Ég er ansi hrædd um að við séum hér að horfa á hrun heilbrigðiskerfisins í beinni útsendingu. Heilbrigðiskerfinu hefur verið stjórnað af ólýsanlegri skammsýni allt of lengi, eins og heilbrigðiskerfið okkar sé ekki sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar og eitthvað sem alltaf ætti að vera í forgangi. Á meðan aðrar þjóðir hugsa í áratugum miðast hér allt við kosningatímabilið og ákvarðanir virðast teknar með teningakasti. Það er fært saman og sundur, fært frá sveitarfélögum og til þeirra aftur, það eru brotnir niður veggir til þess að byggja þá aftur, heilu deildirnar færðar til þess eins að ræða um að flytja þær til baka nokkrum árum seinna. Allt einkennist af hringlandahætti, stefnuleysi og skammsýni. Ég er „bara“ hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans en ekki forstjóri eða ráðherra sem fá borgað fyrir að hafa yfirsýnina og eiga bæði að grípa í taumana og halda í þá. Og núna þegar loksins á að „grípa í taumana“ er ég líka ansi hrædd um að starfsfólk spítalans gæti orðið svolítið tregt í taumi því fólk er búið að missa vonina sem og trúna á yfirstjórnendur spítalans. Fólk er búið að berja höfðinu við steininn í mörg ár og fólk er einfaldlega komið með höfuðverk. Það er búið að ganga á lagið, reyna of mikið á þolinmæði, skilning og góðmennsku starfsfólksins. Það er kominn losarabragur á alla starfsemi; fólk er að færa sig til, fara í nám og/eða hætta og flytja utan. Á slysa- og bráðadeildinni hafa til dæmis núna í haust hætt svo margir hjúkrunarfræðingar (hætt, farið í nám eða til annarra starfa), að okkur telst til að samtals hafi rúmlega 100 ára starfsreynsla(!!) horfið af deildinni. Og það er bara alls ekki þannig að maður komi í manns stað. Síst á sérhæfðum vinnustað eins og Landspítalanum. Á vinnustað eins og Landspítalanum taka svona hlutir háan toll og starfsemin líður fyrir það. Það tekur langan tíma að byggja upp aftur og ná fyrri styrk eftir svona umgang. Þetta gildir um Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Og það er bæði synd, skömm og mjög sorglegt að þessu skuli hafa verið leyft að gerast. Því það er jú nákvæmlega það sem gerðist. Menn þurfa að fara að gera það upp við sig hvort við ætlum að reka hérna Landspítala eða ekki. Landspítalinn, svokallað hátækni- og háskólasjúkrahús okkar landsmanna sem við öll treystum á, viljum geta leitað til og treyst því að mæta þar vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur yfir nýjustu þekkingu, mikilli reynslu og hæfni að búa og getur aðstoðað okkur á ögurstundu, er að líða undir lok í þeirri mynd. Við erum fallin úr úrvalsdeild, eins og einn læknir orðaði það í útvarpsviðtali nýlega. Landspítalinn í núverandi mynd er fjársvelt stofnun sem fúnkerar sem heilsugæsla, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða og allt þar á milli. Í skipulags- og stjórnleysi sínu eru stjórnvöld búin að beina öllum vandamálum og öllum sjúklingahópum inn á Landspítalann, inn á þá stofnun sem á að veita bráðaþjónustu og sérhæfðustu meðferðirnar og þar sem klukkutíminn er dýrastur. Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Ég held að það sé alveg ljóst að þeir sem hér eru við stjórnvölinn þurfa að spýta í lófana, byrja að horfa til framtíðar og fara að gera eitthvað af viti. Ekki seinna en strax. Annars getum við bara gleymt þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur afar bág mönnun sérfræðinga í krabbameinslækningum á Landspítalanum verið í umræðunni og ástandið er vægast sagt slæmt. Þetta ástand hefur þó verið fyrirsjáanlegt í MÖRG ár. Undirrituð starfaði á krabbameinsdeild Landspítalans á árunum 2001 til 2005 og þá voru krabbameinslæknar einn fámennasti sérfræðilæknahópurinn, þ.e. hver læknir var með mun fleiri sjúklinga á sinni könnu en í flestum öðrum sérgreinum og teymið sem þurfti að ganga stofugang á stærsta teymi spítalans. Krabbameinssjúklingar eru krefjandi og flókinn sjúklingahópur, vandamál þeirra eru margþætt og síbreytileg og sjúklingurinn og fjölskylda hans þurfa oft að hafa ákveðið aðgengi að sínum lækni. Þá þegar, á þessum árum, var álagið á krabbameinslæknana mikið og þeir kvörtuðu um lélegt vinnuskipulag og -aðstæður. Til dæmis þeystust þeir á milli göngudeildarinnar, þar sem þeir voru með fullskipaða móttöku allan daginn, og legudeildarinnar þar sem þeir áttu stundum SAMA DAG að ganga stofugang á alla innlögðu sjúklingana OG vera leiðbeinandi, ráðgefandi og styðjandi við unglækna deildarinnar. Skrifstofuaðstaða þeirra var í byggingu kvennadeildarinnar; ekki einu sinni í sömu byggingu og krabbameinsdeildirnar eru staðsettar. Þeir fengu ekki síma frá spítalanum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um og þrátt fyrir að þurfa oft og tíðum að vera í miklu símasambandi við sína sjúklinga, sem þeir vel að merkja iðulega þurftu að gera eftir að þeirra vinnudegi lauk. Vottorðaskrif og þess háttar skriffinnska náðust yfirleitt heldur ekki á dagvinnutíma og sömuleiðis var ekki óalgengt að svokallaða fjölskyldufundi væri nauðsynlegt að halda seinni part dags en ekki á dagvinnutímanum vegna álags og tímaskorts læknisins. Töluvert meira „áreiti“ er fyrir krabbameinslækninn en marga aðra lækna. Alla daga ársins og á öllum tímum sólarhringsins. Þar sem eðlilega getur myndast svolítið sterkt samband milli krabbameinslæknisins og sjúklingsins er ekki óalgengt að mikið veikur sjúklingur með ný einkenni eða mikið/hratt versnandi sjúkdóm hafi beint samband við sinn lækni í síma eða með tölvupósti, burtséð frá því hvort læknirinn sé á vakt, í vinnu eða ekki. Auk þess þurfa krabbameins-heimahjúkrunarþjónustur stundum að hafa samband við lækni sjúklinga og fá ráð eða fyrirmæli þegar þær eru í vitjunum sínum, stundum seint á kvöldin eða á sunnudegi. Átta af þeim læknum sem ég vann mikið með eru núna hættir störfum. Sumir yfirgáfu sérgreinina en aðrir héldu áfram í krabbameinslækningum en yfirgáfu spítalann – og þar með landið! Aðeins tveir þeirra eru komnir á aldur. Rosalegt vinnuálag, lélegar starfsaðstæður og -skipulag, léleg laun, lítill ákvörðunarréttur í málum sem varða starfsemina, slítandi sérgrein (læknirinn er mjög oft boðberi slæmra tíðinda, hátt hlutfall af „töpuðum orustum“, þ.e hátt hlutfall af ólæknuðum (látnum) sjúklingum, og lítill sem enginn skilningur stjórnenda á öllu ofannefndu eru án efa einhverjar af ástæðunum fyrir því að þessir læknar hafa ákveðið að hætta að vinna á krabbameinsdeild Landspítalans. Án þess að ég ætli á nokkurn hátt að tala fyrir þessa lækna. En það er nú þannig að Landspítalinn er eini staðurinn á landinu þar sem þú getur stundað þessa tilteknu sérgrein af fullum krafti með allri tækni. Og nei, ég er ekki að gleyma sjúkrahúsinu á Akureyri eða öðrum stöðum – krabbameinssjúklingar utan af landi þurfa að leita á Landspítalann fyrir allar sérhæfðari meðferðir. Þetta er ekki sérgrein sem mögulegt er að stunda eingöngu á stofu úti í bæ, bæði vegna krabbameinslyfjanna (flóknar lyfjagjafir og strangar reglur um frumudrepandi lyf) og geislameðferðanna. Það hljóta því að vera mjög sérstakar og alvarlegar ástæður fyrir því að læknir sem hefur eytt um hálfum öðrum áratug og háum fjárhæðum í að mennta sig í nákvæmlega þessari sérgrein ákveður að yfirgefa starfsvettvang sinn, í sumum tilfellum löngu áður en starfsævin er á enda. Þessar ástæður hljóta að vega mjög þungt. Ef þetta er ekki kröftug yfirlýsing um óánægju tengda vinnustaðnum og/eða vinnuveitandanum þá veit ég ekki hvað. En þannig hafa stjórnendur spítalans í gegnum tíðina greinilega ekki valið að líta á málið. Að minnsta kosti hafa þeir ekki brugðist við með neinum hætti. Og því er nú staðan eins og hún er í dag. Ég held að það sé örugglega rétt hjá mér að síðan árið 2005 hafi aðeins tveir eða þrír nýir krabbameinslæknar hafið störf á Landspítalanum. Sjúklingunum hefur fjölgað örlítið meira. Ég þekki sérstaklega vel til þessarar sérgreinar af ýmsum ástæðum. En ef maður horfir á Landspítalann í heild sinni er engin ástæða til þess að ætla að aðstæður eða starfsánægja sé öðruvísi eða betri í öðrum sérgreinum. Það er örugglega áherslumunur á milli sérgreina, sviða og deilda en í heildina er ástandið á Landspítalanum eins og það er í dag vegna þess að yfirstjórnendur spítalans hafa ekki hlustað á starfsfólkið sitt og tekið mark á því. Stjórnvöld hafa ekki fengið, og þá meina ég alls ekki fengið, rétta mynd af stöðunni á spítalanum. Óánægja er hunsuð, gagnrýni er ekki vel séð, lítið er gert úr kvörtunum og tillögum um úrbætur er stungið undir stól. Ástandið á Landspítalanum varð ekkert svona á einni nóttu. Og það tengist ekkert bara „hruninu“. Það tengist bæði innri stjórnun á spítalanum sjálfum og algjöru stefnu- og skipulagsleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðiskerfinu í heild sinni. Það hafa alls kyns viðvörunarljós blikkað. Læknar, bæði læknar spítalans og heilsugæslunnar, hafa varað stjórnvöld við þessu í mörg ár. Það hefur verið bent á að heilsugæslan, sem á að vera grunnstoð heilbrigðiskerfisins og fyrsti viðkomustaður sjúklingsins í heilbrigðiskerfinu, sé að molna niður og að nauðsynlegt sé að styrkja hana. Í árafjölda hafa heimilis- og heilsugæslulæknar varað við í hvað stefndi í heilsugæslunni. Það hefur verið skrifað um nauðsynlega þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma og nauðsyn þess að hugsa fram í tímann í þeim efnum til þess að bregðast við öldrun þjóðarinnar. Það hefur verið bent á að framfarir í læknavísindum samhliða öldrun þjóðarinnar muni leiða af sér stöðugt fleiri sjúklinga. Læknar hafa á hógværan hátt nefnt að laun þeirra séu ekki samkeppnishæf við laun erlendis og alls ekki í samræmi við lengd náms og ábyrgð í starfi, aðrar heilbrigðisstéttir hafa ítrekað tekið slaginn við ríkisvaldið og spítalann vegna sinna launa, sem heldur ekki eru í samræmi við laun annarra háskólastétta. Það hefur verið MARGtalað um vaxandi og ómanneskjulegt álag á Landspítalanum á öllum klínískum frontum spítalans, þreytu starfsfólks og að gengið sé á langlundargeð þess. Það er búið að benda á aðstöðuleysi, ónýtan, úreltan og úr sér genginn tækjabúnað og að fagleg þróun, kennsla og rannsóknir séu á undanhaldi vegna fjárskorts og álags. Það er búið að vara við því hvaða áhrif það muni hafa á starfsemi Landspítalans þegar ungir læknar drífa sig (flýja) út í sérnám í stað þess að vinna á spítalanum í nokkur ár eins og tíðkast hefur. Neikvæðar starfsánægjukannanir Landspítalans eru gerðar opinberar ár eftir ár, svo birtist forstjórinn í fréttum og fegrar þær og leggur áherslu á þennan „eina unglækni“ sem virtist vera nokkuð ánægður í starfi. Læknaráð og hjúkrunarráð spítalans senda frá sér ályktanir og lýsa áhyggjum sínum af ástandi og þróun mála. Það sama gerir Læknafélagið, sem reyndar hefur margoft varað við þróuninni í heilbrigðiskerfinu. Það er bloggað. Það er talað. Það eru tekin viðtöl. Það eru skipaðar nefndir sem skila álitum sem virðist vera stungið beint ofan í skúffu einhvers. Landspítalinn, bæði bókstaflega spítalinn sjálfur (húsakosturinn) og starfsemi hans, eru búin að vera að molna niður fyrir augum allra sem vildu sjá. Starfsfólk er aðframkomið af þreytu og vonleysi. Það eru bókstaflega öll ljós búin að blikka á rauðu. Ekkert bara í gær eða í sumar heldur í mörg ár. Málið er bara að það hefur ekki verið tekið mark á þessum viðvörunarljósum. Stjórnvöld hafa lokað augunum, hunsað viðvaranir fagfólks og þóst vita betur og yfirstjórnendur spítalans hafa ekki tekið umkvartanir starfsfólks síns alvarlega. Skyndilega er allt að hrynja á lyflækningasviði Landspítalans og þá eru allt í einu allir „voða hissa“, bæði stjórnendur spítalans og stjórnvöld, einhver neyðaráætlun er soðin saman og virkjuð. Bara nokkrum árum of seint. Ég er ansi hrædd um að við séum hér að horfa á hrun heilbrigðiskerfisins í beinni útsendingu. Heilbrigðiskerfinu hefur verið stjórnað af ólýsanlegri skammsýni allt of lengi, eins og heilbrigðiskerfið okkar sé ekki sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar og eitthvað sem alltaf ætti að vera í forgangi. Á meðan aðrar þjóðir hugsa í áratugum miðast hér allt við kosningatímabilið og ákvarðanir virðast teknar með teningakasti. Það er fært saman og sundur, fært frá sveitarfélögum og til þeirra aftur, það eru brotnir niður veggir til þess að byggja þá aftur, heilu deildirnar færðar til þess eins að ræða um að flytja þær til baka nokkrum árum seinna. Allt einkennist af hringlandahætti, stefnuleysi og skammsýni. Ég er „bara“ hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans en ekki forstjóri eða ráðherra sem fá borgað fyrir að hafa yfirsýnina og eiga bæði að grípa í taumana og halda í þá. Og núna þegar loksins á að „grípa í taumana“ er ég líka ansi hrædd um að starfsfólk spítalans gæti orðið svolítið tregt í taumi því fólk er búið að missa vonina sem og trúna á yfirstjórnendur spítalans. Fólk er búið að berja höfðinu við steininn í mörg ár og fólk er einfaldlega komið með höfuðverk. Það er búið að ganga á lagið, reyna of mikið á þolinmæði, skilning og góðmennsku starfsfólksins. Það er kominn losarabragur á alla starfsemi; fólk er að færa sig til, fara í nám og/eða hætta og flytja utan. Á slysa- og bráðadeildinni hafa til dæmis núna í haust hætt svo margir hjúkrunarfræðingar (hætt, farið í nám eða til annarra starfa), að okkur telst til að samtals hafi rúmlega 100 ára starfsreynsla(!!) horfið af deildinni. Og það er bara alls ekki þannig að maður komi í manns stað. Síst á sérhæfðum vinnustað eins og Landspítalanum. Á vinnustað eins og Landspítalanum taka svona hlutir háan toll og starfsemin líður fyrir það. Það tekur langan tíma að byggja upp aftur og ná fyrri styrk eftir svona umgang. Þetta gildir um Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Og það er bæði synd, skömm og mjög sorglegt að þessu skuli hafa verið leyft að gerast. Því það er jú nákvæmlega það sem gerðist. Menn þurfa að fara að gera það upp við sig hvort við ætlum að reka hérna Landspítala eða ekki. Landspítalinn, svokallað hátækni- og háskólasjúkrahús okkar landsmanna sem við öll treystum á, viljum geta leitað til og treyst því að mæta þar vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur yfir nýjustu þekkingu, mikilli reynslu og hæfni að búa og getur aðstoðað okkur á ögurstundu, er að líða undir lok í þeirri mynd. Við erum fallin úr úrvalsdeild, eins og einn læknir orðaði það í útvarpsviðtali nýlega. Landspítalinn í núverandi mynd er fjársvelt stofnun sem fúnkerar sem heilsugæsla, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða og allt þar á milli. Í skipulags- og stjórnleysi sínu eru stjórnvöld búin að beina öllum vandamálum og öllum sjúklingahópum inn á Landspítalann, inn á þá stofnun sem á að veita bráðaþjónustu og sérhæfðustu meðferðirnar og þar sem klukkutíminn er dýrastur. Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Ég held að það sé alveg ljóst að þeir sem hér eru við stjórnvölinn þurfa að spýta í lófana, byrja að horfa til framtíðar og fara að gera eitthvað af viti. Ekki seinna en strax. Annars getum við bara gleymt þessu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar