Körfubolti

Þurfa þrjá sigra á sex dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Friðriksson hefur spilað vel með Njarðvík.
Elvar Friðriksson hefur spilað vel með Njarðvík. Mynd/Vilhelm
Átta liða úrslit Lengjubikars karla í körfubolta fara fram í kvöld en undanúrslitin eru síðan á föstudaginn í Njarðvík og úrslitaleikurinn á sama stað á sunnudaginn kemur.

Liðin þurfa því þrjá sigra á sex dögum til þess að tryggja sér fyrsta titil körfuboltatímabilsins.

KR og Njarðvík hafa unnið alla sex leiki sína í keppninni til þessa. KR tekur á móti KFÍ í DHL-höllinni en Njarðvík tekur á móti Grindavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Keflavík mætir síðan Þór Þorlákshöfn og Stjarnan tekur á móti Snæfelli.

Allir leikir hefjast klukkan 19.15 nema leikurinn í Vesturbænum hefst klukkan 20.00.

Úrslitaleikurinn í Lengjubikar kvenna verður á sunnudaginn en þar mætast Haukar og Valur, sem bæði eru taplaus í keppninni. Valskonur tryggðu sér sitt sæti með sannfærandi 84-74 útisigri á Grindavík í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×