Óafgreitt frumvarp um fjárhættuspil Ögmundur Jónasson skrifar 18. september 2013 06:00 Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Frá fyrra kjörtímabili liggur fyrir óafgreitt frumvarp sem ætlað er að taka á „spilavandanum“. Velta happdrætta og fjárhættuspila á Íslandi nemur hátt í á annan tug milljarða króna. Við búum jafnframt við einhverja lökustu lagaumgjörð og regluverk sem fyrirfinnst í okkar hluta heimsins. Fáum málum hefur mér fundist eins brýnt að taka á og einmitt þessu. En það er ekki hlaupið að því, enda rík tregðulögmál að verki jafnt innan sem utan veggja Alþingis. Ég hef stundum orðað það svo að tveir aðilar sé háðir spilafíkninni, sá sem lætur peninginn af hendi og hinn sem við honum tekur. Vandinn er sá að viðtakendur fjárins eru aðilar sem vinna þjóðþrifaverk í samfélaginu og nefni ég Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem dæmi um slíka starfsemi sem öllum ber saman um að þurfi að standa fjárhagslegan vörð um. Á síðustu misserum var unnin vönduð stefnumótunarvinna á þessu sviði. Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins kannaði í þaula lagaumgjörð annarra landa og síðan voru settar fram tillögur í anda þess besta sem við töldum okkur finna, einkum þegar litið er til Norðurlandanna. Leitað var eftir nánu samstarfi við rekstraraðila spilakassa hér á landi og var hið almenna viðhorf af þeirra hálfu jákvætt og mótaðist af samfélagslegri ábyrgð. Ákveðið var að stíga fyrstu skref í átt til breytinga með tvennum hætti. Sett yrði á laggirnar Happdrættisstofa sem hefði með höndum að beina fjármagni til forvarna og endurhæfingar. Hún annaðist ekki slíkt sjálf en væri til ráðgjafar um farveg fjármuna. Í annan stað hefði hún eftirlitshlutverki að gegna gagnvart rekstraraðilum á þessu sviði. Í þriðja lagi væri hún stjórnvöldum til ráðgjafar. Hitt atriðið sem hrint yrði í framkvæmd þegar í stað snýr að fjárhættuspilum á netinu. Reistar yrðu skorður við netspilun, en jafnframt fengju innlendir aðilar leyfi til að starfrækja slíka starfsemi en með afgerandi takmörkunum. Lagafrumvarpi sem lagt var fram af minni hálfu fylgdi greinargerð þar sem kortlögð var framtíðarskipan málaflokksins; öll þessi starfsemi yrði sett undir sama hatt, dregið úr samkeppni en fjármagnið nýtt á markvissari en jafnframt ábyrgari hátt en nú er. Frumvarpið er til staðar. Stefnumótunarvinna liggur fyrir. Nú verður spurt um vilja nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar