Hlunnfarnar um tugi milljóna Heiða Björg Hilmarsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir skrifar 17. september 2013 06:00 Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með niðurstöður nýlegra kjarakannanna BSRB og BHM þar sem viðvarandi kynbundinn launamunur er enn einu sinni staðfestur. Það er skammarlegt að árið 2013 sé óútskýrður kynbundinn launamunur 11 til 15% hjá ríki, 13 til 20% hjá sveitarfélögum og enn meiri á einkamarkaði. Kynbundinn launamunur sem viðgengst á Íslandi hefur það í för með sér að íslenskar konur eru á starfsævi sinni hlunnfarnar um tugi milljóna króna. Mannréttindabrotin sem í þessum tölum birtast eru óásættanleg. Ríki og sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi í baráttunni gegn kynbundnum launamun og skýr fyrirmynd í þessum efnum. Því ber að fagna að hjá ríkinu og einstökum sveitarfélögum hefur á liðnum árum náðst nokkur árangur í baráttunni. Tölur Hagstofunnar sýna að milli áranna 2008 og 2012 hefur launamunur kynjanna minnkað um fjórðung hjá ríkinu (farið úr 21,2% í 16,2%) og í könnun BSRB kemur fram að milli áranna 2012 og 2013 minnkaði óútskýrður kynbundinn launamunur um ríflega fjórðung (fór úr 14,1%-10,9%). Þessar tölur sýna og sanna að launamunur kynjanna er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál heldur mannanna verk og að honum má eyða á skömmum tíma. En betur má ef duga skal því enn er óréttlætið til staðar. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar hvetur öll fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga til að taka nú til óspilltra málanna á eigin forsendum og óska eftir jafnlaunavottun á grundvelli hins nýja jafnréttisstaðals sem unninn var í góðu samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á liðnum árum. Almenningur ætti að styðja slíkt átak með því að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja sem slíka vottun hafa. Þá er mikilvægt að áfram verði unnið eftir þeirri yfirgripsmiklu aðgerðaráætlun um launajafnrétti sem ríkisstjórn jafnaðarmanna samþykkti í lok síðasta árs. Hið sama á við um jafnlaunaátak stjórnvalda sem hófst fyrr á þessu ári og miðaði að því að hækka laun fjölmennustu kvennastéttanna hjá ríkinu. Stjórn Kvennahreyfingarinnar hvetur ríkisstjórnina til að halda markvisst áfram þeirri vinnu sem fyrri stjórn lagði grunninn að og leggja allan þunga í að uppræta það mein sem kynbundinn launamunur er í okkar samfélagi. Um þetta mannréttindamál eiga allir flokkar á Alþingi að geta sameinast.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar