Hef endalausa trú á þessum strákum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er áægður hjá Haukum og ætlar með liðið áfram í EHF-keppninni. Haukar mæta OCI Lions í kvöld .fréttablaðið/ernir Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Haukar mæta OCI Lions frá Hollandi í fyrstu umferð EHF-bikarsins í handknattleik í kvöld en leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst hann klukkan 19.00. „Þetta verður vonandi skemmtilegt verkefni,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Strákarnir fengu tveggja vikna frí eftir mót og síðan hófst undirbúningstímabilið okkar. Menn eru því alveg tilbúnir í slaginn.“ Haukar höfnuðu í öðru sæti á síðasta Íslandsmóti eftir að hafa tapað gegn Fram í úrslitaeinvíginu. Tjörvi Þorgeirsson, leikmaður Hauka, hefur verið að glíma við meiðsli í sumar en að sögn Patreks er leikstjórnandinn klár í leikinn gegn OCI-Lions. „Liðið er búið að undirbúa sig gríðarlega vel fyrir þessa leiki og ég hef endalaust mikla trú á þessum strákum,“ segir Patrekur en hann tók við Haukum fyrir tímabilið. Aron Kristjánsson hætti með Hauka eftir síðasta tímabil en Aron er landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. „Mér líkar mjög vel við mig í Haukum en hér er ótrúlegt fólk að vinna og andinn magnaður. Það er ákveðin menning í Haukum sem erfitt er að lýsa, vinnusemin og aginn er með ólíkindum hjá þessum drengjum. Maður tók vissulega við góðu búi af Aroni en ég kom með ákveðnar áherslubreytingar inn í liðið.“ OCI Lions varð í öðru sæti í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. „Maður veit nokkuð mikið um þetta hollenska lið og ég hef náð að komast yfir fullt af myndböndum frá þeirra leikjum. Liðið byrjar vel í hollensku deildinni og hefur unnið fyrstu tvö leikina en þeir hafa verið að ganga í gegnum töluverðar breytingar og leika til að mynda ekki með örvhenta skyttu sem stendur.“ OCI Lions mætti þýska liðinu Rhein Neckar Löwen í leik fyrir tveimur árum og völtuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar yfir hollensku ljónin með tíu marka mun. Þess má geta að Rhein Neckar Löwen hafði tíu marka forystu í hálfleik og því skoruðu liðin jafn mörg mörk í síðari hálfleiknum. Patrekur vill meina að hættulegt sé að vanmeta Hollendingana. „Það er mikill uppgangur í hollenskum handbolta og við verðum að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við ætlum okkur samt sem áður áfram í þessari keppni og förum inn í þessa viðureign sem sigurstranglegri aðilinn. Það hentar þessum strákum vel og menn eru virkilega spenntir fyrir fyrsta alvöru leik tímabilsins.“ Síðari leikur liðanna fer síðan fram á morgun einnig á Ásvöllum. Takist Haukum að komast áfram í aðra umferð keppninnar mætir liðið portúgalska liðinu SL Benfica í annarri umferðinni í október.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira