Þórey Edda til liðs við sinn heittelskaða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2013 06:15 Þórey Edda hefur starfað hjá Frjálsíþróttasambandinu undanfarin ár. Nú ætlar hún að efla stangastökksþjálfunina hjá Ármenningum.Fréttablaðið/Anton Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf. Innlendar Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir hefur tekið fram þjálfaraskóna eftir nokkuð hlé. Íslandsmethafinn í stangarstökki hefur gengið til liðs við Ármenninga. Þar mun hún þjálfa við hlið kærasta síns, Guðmundar Hólmars Jónssonar, er í aðalhlutverki í þjálfun hjá Reykjavíkurliðinu. „Það má segja það. Hann sér um meistaraflokkinn og hóp unglinga en ég mun sjá um stangarstökksþjálfunina,“ segir Þórey Edda. Hún segir meistaraflokk félagsins vera að eflast en að Ármann sendi ekki lið til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins í sumar. Liðið sendi síðast lið ásamt Fjölni sumarið 2011. „Meistaraflokkurinn er að verða ansi öflugur,“ segir Þórey. Hún nefnir til sögunnar einn af nýjum liðsmönnum Ármanns, þingmanninn fótfráa Harald Einarsson sem keppt hefur fyrir HSK undanfarin ár, en fleiri hafa gengið í raðir Ármanns. Má þar nefna Sigurð Pál Sveinbjörnsson, Reyni Björgvinsson, Bjarna Má Ólafsson og Hrein Heiðar Jóhannsson. Þórey Edda segir nokkra iðkenda í kringum tvítugt vera áhugasama um stöngina. Það sé aldrei of seint að byrja eins og þær Vala Flosadóttir hafi sýnt. „Vala var held ég sextán ára þegar hún byrjaði og ég var nítján ára,“ segir Þórey Edda, sem keppti þrisvar fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum. Á engan er hallað þegar fullyrt er að ÍR sé með sterkustu frjálsíþróttadeild landsins. Liðið vann bikarinn í karla- og kvennaflokki í sumar líkt og í fyrra, auk þess sem iðkendur hafa aldrei verið fleiri. Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari ÍR, hefur sett spurningarmerki við hvers vegna niðursveifla virðist vera svo víða á meðan vel gangi í Breiðholtinu. „Það tekur auðvitað fleiri ár en eitt en kannski getum við strítt ÍR eftir nokkur ár,“ segir Þórey Edda spurð hvort hægt sé að keppa við ÍR-inga. Hún segir FH það lið sem líklegast sé til að veita þeim keppni í bikarnum. Eins og staðan er í dag sé einfaldlega stórt skref fyrir Ármann að senda lið til keppni á ný og byggja upp sitt starf.
Innlendar Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira