Kæru alþingismenn Elín Hirst skrifar 10. september 2013 06:00 Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar