Tækifæri til að mjólka upplýsingar úr fagmönnunum Sara McMahon skrifar 6. september 2013 08:00 Árni Ásgeirsson stýrir vinnusmiðju á vegum Riff. Smiðjan er ætluð ungu kvikmyndagerðarfólki og enn er opið fyrir skráningu. Fréttablaðið/anton „Þessi vinnusmiðja er búin að vera í gangi í nokkur ár og ég tek nú við keflinu af Marteini Þórssyni leikstjóra,“ segir leikstjórinn Árni Ásgeirsson, sem stýrir vinnusmiðju á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, Riff. Hátíðin fer fram dagana 26. september til 6. október. Smiðjan stendur yfir í fimm daga og fá þátttakendur hennar tækifæri til þess að hitta þá leikstjóra og framleiðendur er sækja Riff í ár. „Vinnusmiðjan er ætluð ungu kvikmyndafólki alls staðar að úr heiminum. Það kemur til okkar og sækir alls kyns námskeið og fyrirlestra með starfandi kvikmyndagerðarmönnum, leikstjórum, handritshöfundum og framleiðendum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þetta unga fólk að reyna að mjólka upplýsingar úr fagmönnunum.“ Annað markmið vinnusmiðjunnar er að aðstoða þátttakendur hennar við að slípa til handritin að þeirra fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Flestir þátttakendur smiðjunnar eru með hugmynd að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og ráðgjafar okkar munu aðstoða þá við að slípa hugmyndina og kjarna hana. Unga fólkið mun svo „pitcha“ hugmynd sinni fyrir dómnefnd sem mun að lokum veita verðlaun fyrir áhugaverðustu söguna,“ útskýrir Árni. „Svona smiðjur eru einnig góð leið fyrir ungt fólk innan bransans til að kynnast og „network-a“, eins og maður kallar það á ensku.“ Aðspurður segist Árni ekki geta látið neitt uppi um hvaða leikstjórar munu taka þátt í smiðjunni að svo stöddu. „Það er góð ástæða fyrir því að nöfnunum er haldið leyndum, en ég get lofað því að fólk verður ekki fyrir vonbrigðum.“ Enn er opið fyrir skráningu í vinnusmiðjuna á vefsíðu Riff og kostar þátttaka um fjörutíu þúsund krónur. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þessi vinnusmiðja er búin að vera í gangi í nokkur ár og ég tek nú við keflinu af Marteini Þórssyni leikstjóra,“ segir leikstjórinn Árni Ásgeirsson, sem stýrir vinnusmiðju á vegum Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, Riff. Hátíðin fer fram dagana 26. september til 6. október. Smiðjan stendur yfir í fimm daga og fá þátttakendur hennar tækifæri til þess að hitta þá leikstjóra og framleiðendur er sækja Riff í ár. „Vinnusmiðjan er ætluð ungu kvikmyndafólki alls staðar að úr heiminum. Það kemur til okkar og sækir alls kyns námskeið og fyrirlestra með starfandi kvikmyndagerðarmönnum, leikstjórum, handritshöfundum og framleiðendum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þetta unga fólk að reyna að mjólka upplýsingar úr fagmönnunum.“ Annað markmið vinnusmiðjunnar er að aðstoða þátttakendur hennar við að slípa til handritin að þeirra fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Flestir þátttakendur smiðjunnar eru með hugmynd að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd og ráðgjafar okkar munu aðstoða þá við að slípa hugmyndina og kjarna hana. Unga fólkið mun svo „pitcha“ hugmynd sinni fyrir dómnefnd sem mun að lokum veita verðlaun fyrir áhugaverðustu söguna,“ útskýrir Árni. „Svona smiðjur eru einnig góð leið fyrir ungt fólk innan bransans til að kynnast og „network-a“, eins og maður kallar það á ensku.“ Aðspurður segist Árni ekki geta látið neitt uppi um hvaða leikstjórar munu taka þátt í smiðjunni að svo stöddu. „Það er góð ástæða fyrir því að nöfnunum er haldið leyndum, en ég get lofað því að fólk verður ekki fyrir vonbrigðum.“ Enn er opið fyrir skráningu í vinnusmiðjuna á vefsíðu Riff og kostar þátttaka um fjörutíu þúsund krónur.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira