Bíó og sjónvarp

Fullir karlmenn og stórstjörnur á hvíta tjaldið

Hljómsveitinni er fylgt eftir í heimildamyndinni One Direction: This is us.
Hljómsveitinni er fylgt eftir í heimildamyndinni One Direction: This is us.
Gamanmyndin The Kings of Summer er frumsýnd í Bíó Paradís annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Jordan Vogt-Roberts og segir frá þremur piltum sem ákveða að yfirgefa foreldrahúsin og lifa þess í stað í villtri náttúrunni. Myndinni hefur verið líkt við klassíkina

The Goonies og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Einnig verður myndin The World‘s End frumsýnd annað kvöld. Sú skartar breska gamanleikaranum Simon Pegg í aðalhlutverki og segir frá fimm vinum sem ætla sér í ævintýralegt barrölt sem endar með ósköpum.

Að lokum má nefna heimilda- og tónleikamyndina One Direction: This is Us. Í myndinni er hljómsveitinni One Direction fylgt eftir á tónleikaferðalagi sínu auk þess sem áhorfendur fá að kynnast fjölskylduhögum piltanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×