Ekki missa vonina Dagur B. Eggertsson skrifar 2. september 2013 11:26 Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar