Bíó og sjónvarp

Tíu staðfestar á RIFF-hátíðina

Myndin fjallar um Tom Berninger úr The National og bróður hans á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar.
Myndin fjallar um Tom Berninger úr The National og bróður hans á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar.
Fimm vikur eru í að tíunda RIFF-hátíðin (Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík) hefjist. Hátíðin hefst fimmtudaginn 26. september og lýkur tíu dögum síðar, sunnudaginn 6. október.

Fjölmargar nýjar myndir af öllum stærðum og gerðum, bæði leiknar og heimildarmyndir, verða á dagskrá. Tíu myndir hafa verið staðfestar á hátíðina.

Á meðal þeirra eru hin gríska Miss Violence, sem er hrollvekjandi og hárbeitt drama, Mistaken for Strangers sem fjallar um Tom Bernigner, söngvarar hljómsveitarinnar The National, og bróður hans á tónleikaferðalagi og myndin My Afghanistan - Life in the Forbidden Zone sem sýnir almenna afganska borgara kvikmynda líf sitt á þriggja ára tímabili.

Miðasalan á hátíðina er hafin á Riff.is. Hátíðarpassi sem gildir á allar hefðbundnar kvikmyndasýningar RIFF kostar 9.500 kr, en klippikort sem gildir á átta sýningar og hægt er að deila kostar 8.000 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×