Lífið

Metsöluhöfundur gerir nýja bók um hollt mataræði

Berglind Sigmarsdóttir gerir nýja bók um hollt og gott mataræði.
Berglind Sigmarsdóttir gerir nýja bók um hollt og gott mataræði. Mynd/Gunnar Konráðsson
Berglind Sigmarsdóttir, höfundur bókarinnar Heilsuréttir fjölskyldunnar, hefur gefið út aðra bók sem heitir einfaldlega Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar.



„Í nýju bókinni fer ég á svipaðar slóðir og í þeirri fyrri þar sem ég legg áherslu á mikilvægi þess að minnka sykurneyslu hjá börnum,“ segir Berglind. „Fyrri bókin mín fékk frábærar viðtökur og ég fékk margoft símtöl frá fólki sem vildi vita meira um hvernig mataræði getur breytt lífi fólks, þá sérstaklega hvaða áhrif kúamjólk, sykur og glúten geta haft á líðan og ýmis hegðunarvandamál barna.

Ég fór því að afla mér upplýsinga og áður en ég vissi var ég komin með efni í nýja bók,“ segir hún. Aðspurð segir Berglind að margar mæður, hafi óskað eftir upplýsingum um tengsl mataræðis við ýmsa kvilla barna þeirra.  Mér fannst það því vera viðeigandi að fá mæður til þess að deila með mér sögum um hvernig breytt mataræði hafði áhrif á ýmis hegðunarvandamál barna þeirra, eins og ofvirkni- og athyglisbrest.

Ég er ótrúlega þakklát þessum konum sem vildu deila með mér reynslu sinni.“ „Bókin er full af girnilegum og djúsí uppskriftum fyrir alla fjölskylduna og fjalla ég einnig um heilsubætandi krydd sem er spennandi viðbót við fyrri bókina,“ segir hún að lokum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.