Pussy Riot, Soul of America og Only God Forgives frumsýndar Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Stilla úr Pussy Riot heimildamyndinni Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira