Ný tækifæri til breytinga á stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 24. júlí 2013 07:00 Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun