Mesta efni sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2013 07:00 Aníta Hinriksdóttir skrifaði nafn sitt í íslenskar sögubækur um helgina en hún leggur drög að keppni meðal fullorðinna. nordicphotos/Getty Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira
Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð á laugardaginn Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu. Þessi 17 ára stúlka náði því þeim merka áfanga að verða heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni en Aníta varð heimsmeistari í sömu grein þann 14. júlí á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska en í fyrsta sinn í sumar fékk Aníta alvöru mótspyrnu, og hún stóðst prófið vel. „Það mátti alveg búast við því að hún fengi meiri samkeppni í úrslitahlaupinu,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu. Olena Sidorska lét Anítu heldur betur hafa fyrir hlutunum í hlaupinu og þurfti sú íslenska að kreista fram síðustu dropana á lokasprettinum til að vinna hlaupið. „Hún er tveimur árum eldri en Aníta og hefur verið að hlaupa á svipuðum tíma. Það var alveg ljóst að þetta yrði hennar aðalkeppinautur. Ég átti í raun alveg eins von á því að Aníta myndi ekki vinna þetta mót og það kom mér í raun á óvart hversu mikla orku hún hafði eftir átökin í þessari viku. Ég leit á þetta mót til að afla sér reynslu og nýta það síðan í framtíðinni og verð því að viðurkenna það að ég bjóst ekki við gulli frá Anítu.“ Aníta er fædd þann 13. janúar árið 1996 og atti því kappi við stelpur sem eru tveimur árum eldri en hún í í Rieti. „Aníta er eina stelpan sem tók þátt í þessu úrslitahlaupi sem verður gjaldgeng á þetta mót eftir tvö ár.“ ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir vann sér keppnisrétt á heimsmeistaramót fullorðinna í Moskvu, sem fer fram í ágúst, en tók þá ákvörðun að einbeita sér frekar að þessum tveimur unglingamótum sem hún vann í síðustu viku. „Á næsta ári fer fram heimsmeistaramót 19 ára og yngri en við erum aftur á móti að hugsa um að taka þátt á Evrópumeistaramóti fullorðinna og taka þá það skref. Við Íslendingar höfum áður átt flott frjálsíþróttafólk sem hefur verið að standa sig vel á alþjóðlegum mælikvarða en vissulega hefur enginn áður unnið þessi mót og það bendir margt til þess að Aníta sé okkar allra mesta efni í sögunni.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Sjá meira