Lífið

Barði í Bang Gang stofnar hljómsveitina Starwalker með meðlimi Air

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Þeir Barði Jóhannsson og JB Dunckel eru hljómsveitin Starwalker.
Þeir Barði Jóhannsson og JB Dunckel eru hljómsveitin Starwalker.
„Ég er mjög ánægður með það efni sem er búið að taka upp. Þetta verkefni er búið að þróast í smá tíma og fljótlega munum við deila þessu með fólki,“ segir Barði Jóhannsson, sem er betur þekktur sem Barði í Bang Gang, um samstarf sitt og JB Dunckel, annars forsprakka hljómsveitarinnar Air.

Saman hafa þeir stofnað hljómsveitina Starwalker en mikil dulúð hefur fylgt þessu verkefni og segir Barði að þeir vilji sem minnst segja þar til í lok sumars.

„Við höfum verið að halda þessu meira fyrir vini okkar á meðan við erum að vinna í þessu.“

Þeir félagar hafa verið að vinna að tónlist saman með hléum í nokkurn tíma og að sögn

Barða má eiga von á stuttskífu og myndbandi frá þeim á næstu misserum.

Stofnuð hefur verið Facebook-síða hljómsveitarinnar þar sem hægt er að sjá nokkra sekúndna klippu frá hljómsveitinni.

Brot úr tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni er síðan væntanlegt í lok sumars.

Hljómsveitin Air nýtur mikilla vinsælda um allan heim en hljómasveitin spilaði í Laugardalshöll árið 2007. Önnur breiðskífa hennar, Moon Safari, fór á topp vinsældarlista en einnig samdi hljómsveitin tónlistina fyrir mynd Sofiu Coppola, The Virgins Suicides.

Hér má sjá Facebook-síðu hljómsveitarinnar.



Hér má sjá YouTube klippu með hljómsveitinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.