Síðan hvenær er það krafa fyrir forstjóra að vera hipp og kúl? Marín Manda skrifar 19. júlí 2013 08:00 Áslaug Magnúsdóttir. Mynd/Robert Caplin Áslaug Magnúsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum í yfir 16 ár. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ og MBA-prófi frá Harvard-háskóla. Áslaug hefur notið mikillar velgengni í tískuheiminum ytra eftir að hún stofnaði tískufyrirtækið Moda Operandi. Nýlega kvaddi hún fyrirtækið vegna ágreinings en heldur ótrauð áfram og opnar nýja netverslun á komandi ári. Lífið ræddi við Áslaugu um frumkvöðlastarf, skilnaðinn og fyrirtækið sem breytti öllu, Moda Operandi. Hvað vildir þú verða þegar þú varst yngri? „Ég hafði voða mikinn áhuga á ballett og vildi verða ballerína eða leikkona. Ég var svo lengi í Þjóðleikhúsballettinum.“Hvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Ég bjó í Bandaríkjunum frá fimm til ellefu ára aldurs í Kaliforníu. Pabbi var í námi og mamma var að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Þegar ég var orðin unglingur á Íslandi fór ég að hafa áhuga á viðskiptum og ákvað að fara í Verzlunarskólann. Ég hafði voðalega gaman af viðskiptafögunum, hagfræði og bókfærslu meðal annars.“Eftir menntaskólann ákvað Áslaug að gott væri að blanda lögfræði við viðskiptabakgrunninn úr Verzlunarskólanum og lærði lögfræði í Háskóla Íslands. Í náminu kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Gunnari Thoroddsen. Árið 1993 útskrifaðist hún og eignaðist frumburðinn sama ár. Áslaug sérhæfði sig í fyrirtækja- og skattalögfræði en sinnti einnig starfi sem stjórnarformaður Íslenska dansflokksins um nokkurt skeið. Hvað varð til þess að þú fórst til Bandaríkjanna að mennta þig? „Ég flutti til Bandaríkjanna ásamt fyrrverandi eiginmanni mínum og syni og hóf mastersnám í lögfræði við Duke-háskóla í Norður-Karólínu. Við ætluðum einungis að vera eitt ár en svo þegar við vorum komin út fann ég að alþjóða starfsframi togaði í mig. Mig langaði að skilja viðskiptalífið á víðtækari hátt. Eftir árið var farið að slitna upp úr sambandinu, maðurinn minn flutti heim með soninn og við skildum árið 2000. Ég var ekki tilbúin að fara strax heim og sótti því um í MBA-nám í Harvard og komst inn. Sonur minn var síðan á miklu flakki milli landa næstu árin.“ Seinni eiginmanninum, Gabriel, kynntist Áslaug í Harvard. Eftir námið fór hún að vinna hjá Mckinsey í London og ferðaðist út um allan heim. Eftir þrjú ár var hún komin með leið á ferðalögum og þótti slítandi að vera í fjarsambandi með manninum sínum, sem bjó í New York, og hitta soninn reglulega á milli landa. „Ég trúi því að Íslendingar séu ansi margir gæddir mikilli aðlögunarhæfni en það er mikilvægur eiginleiki að hafa þegar maður er frumkvöðull. Ég sagði að lokum upp hjá McKinsey og fór að vinna hjá Baugi í London og tók þátt í þessum rosa uppgangi þar. Það var þar sem ég byrjaði að tengjast tískuheiminum og fjárfesta í tískumerkjum.“Áslaug með hljómsveit sonar síns, Icarus. Hljómsveitina skipa þeir Finnbogi, Elías, Benjamin og Gunnar, sonur Áslaugar.Tengillinn við tískuheiminnÞað getur ekki hafa verið auðvelt að byrja í þessum bransa. Hvernig komst þú fætinum í dyragáttina í tískuheiminum? „Ég kynntist Marvin Traub þegar ég flutti til New York aftur árið 2006. Hann var þá með ráðgjafarfyrirtæki og vildi fá viðskiptamanneskju úr tískubransanum því fáir eru viðskiptamenntaðir. Við stofnuðum saman TSM Capital og hann kynnti mig fyrir Lauren Santo Domingo.“Hver er drifkrafturinn í þínu lífi, hver veitir þér innblástur? „Fólk hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum lífið. Sérstaklega mamma, sem hvatti mig rosalega mikið sem barn og leyfði mér að dreyma. Ferðalög veita mér líka mikinn innblástur, nýir staðir og ný menning.“ Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá júní 2012 þegar sagt var frá því þegar tískurisar fjárfestu í Moda Operandi. Hvenær var vefverslunin Moda Operandi stofnuð og hvaðan kom þessi hugmynd að selja beint af tískupöllunum til viðskiptavina? „Þegar tískuvikan var í gangi árið 2010 fann ég fyrir mikilli pressu að gera hugmyndina að veruleika. Í gegnum Gilt.com sem ég vann hjá á þessum tíma var ég búin að kynnast ýmsum hátískuhönnuðum nokkuð vel og hafði heyrt af áhyggjum þeirra. Mörg þessara merkja seldu illa í kjölfar kreppunnar. Milliliðurinn, búðirnar, var einungis að kaupa vörur sem voru öruggar. Ég vildi tengja viðskiptavininn við hönnuðinn beint eftir sýninguna.“Þegar allt lék í lyndi. Áslaug og Lauren á tískusýningu í fyrra.„Ég ákvað þá að hafa samband við Lauren, því hún hafði fjármagn og góð sambönd, og sagði upp vinnunni minni. Maðurinn minn var ekki sérlega ánægður með það en mér var bent á að fjárfestarnir tækju mig ekki alvarlega ef ég væri í annarri vinnu. Við fengum fjármagn stuttu síðar og greiddum hönnuðum fyrir fram og rukkuðum 50% af sölunni. Fyrirtækið blómstraði.“ Þú varst á lista hjá fashionista.com yfir valdamestu einstaklinga í tískuiðnaðinum í New York. Hvernig finnst þér að hafa verið á sama lista og Anna Wintour? „Jú, það er náttúrulega frábært og ég var voðalega heppin að hafa hitt Marvin á sínum tíma því í gegnum hann hitt ég mikið af valdamiklum einstaklingum en ég var aðallega á þessum lista vegna velgengni Moda Operandi.“Togstreita í fyrirtækinuFram undan eru miklar breytingar í lífi þínu en þú hættir nýverið hjá Moda Operandi. Hvernig kom það til? „Ég var búin að vera forstjóri í þrjú ár, Moda var mitt konsept og ég var mjög stolt af því sem við byggðum upp. Ég á enn þá stóran part í því fyrirtæki. Það kom upp ágreiningur milli mín og Lauren um áherslur í rekstrinum og deilurnar voru að leiða til togstreitu innanhúss svo ég ákvað að það væri best að ég færi. Ég tala núna við aðra í stjórninni en er ekki að ræða við Lauren. Hún er með þennan Vogue-bakgrunn sem flestir vita hvernig er, svo við vorum mjög ólíkar og höfðum því ólíkar áherslur.“ Fráhvarf Áslaugar frá Moda Operandi vakti mikla athygli í tískuheiminum og fjölluðu margir stórir miðlar um málið, þ.á.m. Page Six í New York Post, New York Magazine, The Business of Fashion, Fashionista og The Daily Beast.Þegar samtarfi ykkar lauk voru blöðin að skrifa ýmislegt um ykkur Lauren Santo Domingo. Fannst þér særandi að lesa að hún hefði ekki viljað þig í fyrirtækinu vegna þess að þú værir ekki nógu „hipp og kúl“? „Nei, alls ekki. Þessi frétt lak á meðan ég var í samningaviðræðum um eignarhlutinn eftir að ég hafði sagt upp. Svo kom þetta í blöðunum og mér fannst jákvætt að það kom fram að ég var sú sem var með viðskiptavitið í fyrirtækinu. Þessi frétt var svo fáránleg. Síðan hvenær er það krafa fyrir forstjóra að vera hipp og kúl? Ég tek því nú ekkert nærri mér. Það er nú ekki þannig sem ég vil láta meta minn árangur í starfi.“Áslaug í fremstu röð á tískuvikunni í New York síðasta haust ásamt stjörnustílistanum Rachel Zoe, Kristina O'Neil ritstjóra Harper's Bazaar og fleira fyrirfólki í tískuheiminum.Hvernig er að búa í tískuborginni New York? „Það er spennandi orka í borginni sem er yndisleg og hræðileg á sama tíma. Það eru ótrúleg tækifæri hérna því það er hægt að finna allt í New York. Það er ótrúlega fjölbreytt mannlífið hér og allar þjóðfélagsstéttir. Stundum er erfitt að búa hérna því fólk getur verið svo dónalegt. Það er jafnvel eitthvað við borgina sem gerir mann minna almennilegan en maður raunverulega er.“Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Áslaugar? „Dagarnir eru ansi fjölbreyttir. Ég borða aldrei morgunmat og hádegismat nema á ferðinni. Ég kem yfirleitt við á Starbucks á leiðinni í vinnuna. Svo er ég mikið á fundum með hönnuðum á skrifstofunni og stundum þarf maður að fara í vöruhúsið.“Þú ert án efa innblástur fyrir margar konur í fyrirtækjarekstri, hvaða ráð hefur þú að gefa öðrum konum? „Að hafa trú á sjálfum sér og að hika ekki við að láta reyna á sína drauma og hugmyndir. Það tekst kannski ekki alltaf í fyrsta sinn en það þýðir ekki endilega að það muni ekki takast síðar. Að fá að byggja upp svona fyrirtæki eins Moda Operandi var ótrúleg gefandi og mikil lífsreynsla fyrir mig. Frumkvöðlar ættu líka að hafa það í huga að það mun alltaf vera fólk til staðar sem trúir ekki á hugmyndir þínar en þá má ekki gefast upp.“Nú ertu að fara stofna nýtt fyrirtæki sem er ansi spennandi. Geturðu sagt örlítið frá því? „Þetta er líka vefverslun í hátísku. Í dag er lúxuskúnninn kominn á netið og hann er tilbúinn að versla mun dýrari vörur á netinu en áður. Konur vilja jafnvel fá að vinna nánar með hönnuðunum við að skapa vöruna. Á síðunni verður því tól þar sem kúnninn getur hannað sinn eigin kjól sem við framleiðum sérstaklega. Þetta fer af stað snemma á næsta ári en mikið meira má ég ekki segja.“ Hverjir eru framtíðardraumarnir? „Mig dreymir um að byggja upp nýja fyrirtækið og njóta mikillar velgengni með það. Svo hef ég áhuga til lengri tíma á að vinna með yngri hönnuðum og að ferðast meira um heiminn og hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldunni.“Áslaug hefur sett nýja vefverslun í hátísku á laggirnar sem fer af stað snemma á næsta ári.. Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Áslaug Magnúsdóttir hefur búið í Bandaríkjunum í yfir 16 ár. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ og MBA-prófi frá Harvard-háskóla. Áslaug hefur notið mikillar velgengni í tískuheiminum ytra eftir að hún stofnaði tískufyrirtækið Moda Operandi. Nýlega kvaddi hún fyrirtækið vegna ágreinings en heldur ótrauð áfram og opnar nýja netverslun á komandi ári. Lífið ræddi við Áslaugu um frumkvöðlastarf, skilnaðinn og fyrirtækið sem breytti öllu, Moda Operandi. Hvað vildir þú verða þegar þú varst yngri? „Ég hafði voða mikinn áhuga á ballett og vildi verða ballerína eða leikkona. Ég var svo lengi í Þjóðleikhúsballettinum.“Hvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Ég bjó í Bandaríkjunum frá fimm til ellefu ára aldurs í Kaliforníu. Pabbi var í námi og mamma var að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Þegar ég var orðin unglingur á Íslandi fór ég að hafa áhuga á viðskiptum og ákvað að fara í Verzlunarskólann. Ég hafði voðalega gaman af viðskiptafögunum, hagfræði og bókfærslu meðal annars.“Eftir menntaskólann ákvað Áslaug að gott væri að blanda lögfræði við viðskiptabakgrunninn úr Verzlunarskólanum og lærði lögfræði í Háskóla Íslands. Í náminu kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Gunnari Thoroddsen. Árið 1993 útskrifaðist hún og eignaðist frumburðinn sama ár. Áslaug sérhæfði sig í fyrirtækja- og skattalögfræði en sinnti einnig starfi sem stjórnarformaður Íslenska dansflokksins um nokkurt skeið. Hvað varð til þess að þú fórst til Bandaríkjanna að mennta þig? „Ég flutti til Bandaríkjanna ásamt fyrrverandi eiginmanni mínum og syni og hóf mastersnám í lögfræði við Duke-háskóla í Norður-Karólínu. Við ætluðum einungis að vera eitt ár en svo þegar við vorum komin út fann ég að alþjóða starfsframi togaði í mig. Mig langaði að skilja viðskiptalífið á víðtækari hátt. Eftir árið var farið að slitna upp úr sambandinu, maðurinn minn flutti heim með soninn og við skildum árið 2000. Ég var ekki tilbúin að fara strax heim og sótti því um í MBA-nám í Harvard og komst inn. Sonur minn var síðan á miklu flakki milli landa næstu árin.“ Seinni eiginmanninum, Gabriel, kynntist Áslaug í Harvard. Eftir námið fór hún að vinna hjá Mckinsey í London og ferðaðist út um allan heim. Eftir þrjú ár var hún komin með leið á ferðalögum og þótti slítandi að vera í fjarsambandi með manninum sínum, sem bjó í New York, og hitta soninn reglulega á milli landa. „Ég trúi því að Íslendingar séu ansi margir gæddir mikilli aðlögunarhæfni en það er mikilvægur eiginleiki að hafa þegar maður er frumkvöðull. Ég sagði að lokum upp hjá McKinsey og fór að vinna hjá Baugi í London og tók þátt í þessum rosa uppgangi þar. Það var þar sem ég byrjaði að tengjast tískuheiminum og fjárfesta í tískumerkjum.“Áslaug með hljómsveit sonar síns, Icarus. Hljómsveitina skipa þeir Finnbogi, Elías, Benjamin og Gunnar, sonur Áslaugar.Tengillinn við tískuheiminnÞað getur ekki hafa verið auðvelt að byrja í þessum bransa. Hvernig komst þú fætinum í dyragáttina í tískuheiminum? „Ég kynntist Marvin Traub þegar ég flutti til New York aftur árið 2006. Hann var þá með ráðgjafarfyrirtæki og vildi fá viðskiptamanneskju úr tískubransanum því fáir eru viðskiptamenntaðir. Við stofnuðum saman TSM Capital og hann kynnti mig fyrir Lauren Santo Domingo.“Hver er drifkrafturinn í þínu lífi, hver veitir þér innblástur? „Fólk hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum lífið. Sérstaklega mamma, sem hvatti mig rosalega mikið sem barn og leyfði mér að dreyma. Ferðalög veita mér líka mikinn innblástur, nýir staðir og ný menning.“ Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá júní 2012 þegar sagt var frá því þegar tískurisar fjárfestu í Moda Operandi. Hvenær var vefverslunin Moda Operandi stofnuð og hvaðan kom þessi hugmynd að selja beint af tískupöllunum til viðskiptavina? „Þegar tískuvikan var í gangi árið 2010 fann ég fyrir mikilli pressu að gera hugmyndina að veruleika. Í gegnum Gilt.com sem ég vann hjá á þessum tíma var ég búin að kynnast ýmsum hátískuhönnuðum nokkuð vel og hafði heyrt af áhyggjum þeirra. Mörg þessara merkja seldu illa í kjölfar kreppunnar. Milliliðurinn, búðirnar, var einungis að kaupa vörur sem voru öruggar. Ég vildi tengja viðskiptavininn við hönnuðinn beint eftir sýninguna.“Þegar allt lék í lyndi. Áslaug og Lauren á tískusýningu í fyrra.„Ég ákvað þá að hafa samband við Lauren, því hún hafði fjármagn og góð sambönd, og sagði upp vinnunni minni. Maðurinn minn var ekki sérlega ánægður með það en mér var bent á að fjárfestarnir tækju mig ekki alvarlega ef ég væri í annarri vinnu. Við fengum fjármagn stuttu síðar og greiddum hönnuðum fyrir fram og rukkuðum 50% af sölunni. Fyrirtækið blómstraði.“ Þú varst á lista hjá fashionista.com yfir valdamestu einstaklinga í tískuiðnaðinum í New York. Hvernig finnst þér að hafa verið á sama lista og Anna Wintour? „Jú, það er náttúrulega frábært og ég var voðalega heppin að hafa hitt Marvin á sínum tíma því í gegnum hann hitt ég mikið af valdamiklum einstaklingum en ég var aðallega á þessum lista vegna velgengni Moda Operandi.“Togstreita í fyrirtækinuFram undan eru miklar breytingar í lífi þínu en þú hættir nýverið hjá Moda Operandi. Hvernig kom það til? „Ég var búin að vera forstjóri í þrjú ár, Moda var mitt konsept og ég var mjög stolt af því sem við byggðum upp. Ég á enn þá stóran part í því fyrirtæki. Það kom upp ágreiningur milli mín og Lauren um áherslur í rekstrinum og deilurnar voru að leiða til togstreitu innanhúss svo ég ákvað að það væri best að ég færi. Ég tala núna við aðra í stjórninni en er ekki að ræða við Lauren. Hún er með þennan Vogue-bakgrunn sem flestir vita hvernig er, svo við vorum mjög ólíkar og höfðum því ólíkar áherslur.“ Fráhvarf Áslaugar frá Moda Operandi vakti mikla athygli í tískuheiminum og fjölluðu margir stórir miðlar um málið, þ.á.m. Page Six í New York Post, New York Magazine, The Business of Fashion, Fashionista og The Daily Beast.Þegar samtarfi ykkar lauk voru blöðin að skrifa ýmislegt um ykkur Lauren Santo Domingo. Fannst þér særandi að lesa að hún hefði ekki viljað þig í fyrirtækinu vegna þess að þú værir ekki nógu „hipp og kúl“? „Nei, alls ekki. Þessi frétt lak á meðan ég var í samningaviðræðum um eignarhlutinn eftir að ég hafði sagt upp. Svo kom þetta í blöðunum og mér fannst jákvætt að það kom fram að ég var sú sem var með viðskiptavitið í fyrirtækinu. Þessi frétt var svo fáránleg. Síðan hvenær er það krafa fyrir forstjóra að vera hipp og kúl? Ég tek því nú ekkert nærri mér. Það er nú ekki þannig sem ég vil láta meta minn árangur í starfi.“Áslaug í fremstu röð á tískuvikunni í New York síðasta haust ásamt stjörnustílistanum Rachel Zoe, Kristina O'Neil ritstjóra Harper's Bazaar og fleira fyrirfólki í tískuheiminum.Hvernig er að búa í tískuborginni New York? „Það er spennandi orka í borginni sem er yndisleg og hræðileg á sama tíma. Það eru ótrúleg tækifæri hérna því það er hægt að finna allt í New York. Það er ótrúlega fjölbreytt mannlífið hér og allar þjóðfélagsstéttir. Stundum er erfitt að búa hérna því fólk getur verið svo dónalegt. Það er jafnvel eitthvað við borgina sem gerir mann minna almennilegan en maður raunverulega er.“Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi Áslaugar? „Dagarnir eru ansi fjölbreyttir. Ég borða aldrei morgunmat og hádegismat nema á ferðinni. Ég kem yfirleitt við á Starbucks á leiðinni í vinnuna. Svo er ég mikið á fundum með hönnuðum á skrifstofunni og stundum þarf maður að fara í vöruhúsið.“Þú ert án efa innblástur fyrir margar konur í fyrirtækjarekstri, hvaða ráð hefur þú að gefa öðrum konum? „Að hafa trú á sjálfum sér og að hika ekki við að láta reyna á sína drauma og hugmyndir. Það tekst kannski ekki alltaf í fyrsta sinn en það þýðir ekki endilega að það muni ekki takast síðar. Að fá að byggja upp svona fyrirtæki eins Moda Operandi var ótrúleg gefandi og mikil lífsreynsla fyrir mig. Frumkvöðlar ættu líka að hafa það í huga að það mun alltaf vera fólk til staðar sem trúir ekki á hugmyndir þínar en þá má ekki gefast upp.“Nú ertu að fara stofna nýtt fyrirtæki sem er ansi spennandi. Geturðu sagt örlítið frá því? „Þetta er líka vefverslun í hátísku. Í dag er lúxuskúnninn kominn á netið og hann er tilbúinn að versla mun dýrari vörur á netinu en áður. Konur vilja jafnvel fá að vinna nánar með hönnuðunum við að skapa vöruna. Á síðunni verður því tól þar sem kúnninn getur hannað sinn eigin kjól sem við framleiðum sérstaklega. Þetta fer af stað snemma á næsta ári en mikið meira má ég ekki segja.“ Hverjir eru framtíðardraumarnir? „Mig dreymir um að byggja upp nýja fyrirtækið og njóta mikillar velgengni með það. Svo hef ég áhuga til lengri tíma á að vinna með yngri hönnuðum og að ferðast meira um heiminn og hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldunni.“Áslaug hefur sett nýja vefverslun í hátísku á laggirnar sem fer af stað snemma á næsta ári..
Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira