Risavaxin vélmenni mæta skrímslum Sara McMahon skrifar 18. júlí 2013 10:00 Kvikmyndin Pacific Rim skartar Charlie Hunnam, Rinko Kikuchi og Idris Elba í aðalhlutverkum. Myndin þykir mikið sjónarspil. Stórmyndin Pacific Rim gerist árið 2020 og segir frá því er risavaxin skrímsli frá annarri vídd ráðast á jörðina í þeim tilgangi að taka yfir þær náttúruauðlindir sem hér eru og útrýma mannfólkinu um leið. Til varnar þessum óvættum, sem kallast kaiju, taka þjóðir heimsins höndum saman og hrinda í framkvæmd verkefni er kallast Jaeger-áætlunin. Verkefnið felur í sér hönnun og smíði vélmenna sem eiga að vera jafnoki skrímslanna. Í fyrstu virðist áætlunin ætla að ganga upp en síðan fer aftur að síga á ógæfuhlið mannfólksins. Þótt útlitið sé svart ákveður Stacker Pentecost, yfirmaður Jaeger-deildarinnar, að berjast til síðasta vélmennis, í orðsins fyllstu merkingu, og fær til liðs við sig flugmann að nafni Raleigh Becket. Becket þessi hafði áður stýrt vélmenninu Gipsy Danger ásamt bróður sínum, en hætti störfum eftir andlát bróður síns. Úr verður að Becket stýrir Gipsy Danger ásamt Mako Mori, ættleiddri dóttur Pentecosts, og ætla þau að verjast eins lengi og þeim er það unnt. Það er mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro sem leikstýrir kvikmyndinni, en hann er hvað þekktastur fyrir ævintýrahrollvekjuna Pan‘s Labyrinth. Með helstu aðalhlutverk fara bresku leikararnir Charlie Hunnam og Idris Elba, ásamt japönsku leikkonunni Rinko Kikuchi. Del Toro segist hafa valið Hunnam í hlutverk Beckets því honum þótti hann einlægur og vinalegur í fasi. „Hann er týpa sem fólk samsamar sig. Sem áhorfandi hugsa ég: Ég kann vel við þennan náunga, ég væri til í að fá mér nokkra bjóra með honum,“ sagði del Toro. Hann hrósaði jafnframt aðalleikkonu sinni, Kikuchi, og sagði hana hafa staðið sig eins og hetju á meðan á tökum stóð. „Hún var sú eina sem kvartaði aldrei undan líkamlegu álagi við tökur. Ég spurði hana hvert leyndarmál hennar væri og hún sagðist hugsa um gúmmíbirni og blóm. Ég geri það sjálfur í dag,“ sagði leikstjórinn. Kvikmyndin fékk 71 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7,9 í einkunn á Imdb.com. Kvikmyndarýnar segja myndina vera „fáránlega góða skemmtun“ og mikið sjónarspil. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Stórmyndin Pacific Rim gerist árið 2020 og segir frá því er risavaxin skrímsli frá annarri vídd ráðast á jörðina í þeim tilgangi að taka yfir þær náttúruauðlindir sem hér eru og útrýma mannfólkinu um leið. Til varnar þessum óvættum, sem kallast kaiju, taka þjóðir heimsins höndum saman og hrinda í framkvæmd verkefni er kallast Jaeger-áætlunin. Verkefnið felur í sér hönnun og smíði vélmenna sem eiga að vera jafnoki skrímslanna. Í fyrstu virðist áætlunin ætla að ganga upp en síðan fer aftur að síga á ógæfuhlið mannfólksins. Þótt útlitið sé svart ákveður Stacker Pentecost, yfirmaður Jaeger-deildarinnar, að berjast til síðasta vélmennis, í orðsins fyllstu merkingu, og fær til liðs við sig flugmann að nafni Raleigh Becket. Becket þessi hafði áður stýrt vélmenninu Gipsy Danger ásamt bróður sínum, en hætti störfum eftir andlát bróður síns. Úr verður að Becket stýrir Gipsy Danger ásamt Mako Mori, ættleiddri dóttur Pentecosts, og ætla þau að verjast eins lengi og þeim er það unnt. Það er mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro sem leikstýrir kvikmyndinni, en hann er hvað þekktastur fyrir ævintýrahrollvekjuna Pan‘s Labyrinth. Með helstu aðalhlutverk fara bresku leikararnir Charlie Hunnam og Idris Elba, ásamt japönsku leikkonunni Rinko Kikuchi. Del Toro segist hafa valið Hunnam í hlutverk Beckets því honum þótti hann einlægur og vinalegur í fasi. „Hann er týpa sem fólk samsamar sig. Sem áhorfandi hugsa ég: Ég kann vel við þennan náunga, ég væri til í að fá mér nokkra bjóra með honum,“ sagði del Toro. Hann hrósaði jafnframt aðalleikkonu sinni, Kikuchi, og sagði hana hafa staðið sig eins og hetju á meðan á tökum stóð. „Hún var sú eina sem kvartaði aldrei undan líkamlegu álagi við tökur. Ég spurði hana hvert leyndarmál hennar væri og hún sagðist hugsa um gúmmíbirni og blóm. Ég geri það sjálfur í dag,“ sagði leikstjórinn. Kvikmyndin fékk 71 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7,9 í einkunn á Imdb.com. Kvikmyndarýnar segja myndina vera „fáránlega góða skemmtun“ og mikið sjónarspil.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira