Í góðum höndum í íslensku umhverfi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júlí 2013 10:00 Aníta fagnar sigri á HM ungmenna í Úkraínu. nordicphotos/getty Þegar Aníta Hinriksdóttir vann yfirburðasigur í 800 m hlaupi á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri í frjálsíþróttum sendi hún skýr skilaboð um að þarna væri á ferð framtíðarstjarna í íþróttaheiminum. Yfirburðir hennar í mótinu voru slíkir og árangur hennar í 800 m hlaupi á þessu ári það góður að óhætt er að fullyrða að þarna er á ferðinni eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsíþróttum hérlendis. Hafa ber þó í huga að Aníta er enn aðeins sautján ára gömul og enn að mótast sem hlaupari. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar, sagði við Fréttablaðið á dögunum að hún væri ekki enn komin í „harða fullorðinsþjálfun“ eins og hann orðaði það. Það yrði ekki einu sinni íhugað að senda hana til þátttöku á stórmóti fullorðinna fyrr en við átján aldurinn, í fyrsta lagi. Enda afþakkaði hún að keppa á HM í Moskvu í næsta mánuði, þó svo að hún hefði náð lágmarkinu í 800 m hlaupi. Aníta einbeitti sér þess í stað að æfingum fyrir HM U17 sem fór fram í Úkraínu um liðna helgi og EM U19 sem hefst í Rieti á Ítalíu í dag. Heimsmeistari ungmenna fær harðari samkeppni þar enda keppinautar hennar á Ítalíu allt að tveimur árum eldri en í Úkraínu. Engu að síður telst Aníta einn sigurstranglegasti keppandinn, en hún fer inn í mótið með besta tíma ársins af öllum keppendum eftir að hin breska Jessica Judd dró sig úr keppni vegna meiðsla í kálfa.Hélt að hún yrði langhlaupariSigurbjörn Árni Arngrímsson hefur fylgst náið með íslensku frjálsíþróttafólki undanfarna áratugi og árangur Anítu hefur komið honum á óvart, ekki síst þar sem hann reiknaði með að hún myndi skara fram úr í lengri vegalengdum. „Hún hefur gert meira en ég reiknaði með og í styttri vegalengdum. Þegar ég sá hana hlaupa fyrst, 11-12 ára gamla, hélt ég að hún yrði framúrskarandi langhlaupari, ef til vill í fimm þúsund metra hlaupi eða jafnvel í maraþoni eins og móðursystir hennar [Martha Ernstsdóttir] gerði,“ segir Sigurbjörn Árni við Fréttablaðið.Styrkjandi að hlaupa í snjónumAníta æfir með ÍR og sagði í viðtali við heimasíðu IAAF, Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, í vikunni að hún væri ekki á leið frá Íslandi í bráð, þrátt fyrir að henni hefðu þegar borist fyrirspurnir frá bandarískum háskólum. „Það er gott að vera á Íslandi. Aðstaðan er góð og ég æfi með strákum sem eru góðir æfingafélagar fyrir mig. Ég æfi mikið innanhúss en mér finnst líka gott að hlaupa í snjónum, það styrkir mann,“ sagði hún og bætti við: „Ég er með svo góðan þjálfara að ég tel að ég muni æfa áfram á Íslandi, að minnsta kosti fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2014.“Gæti orðið sterkur hindrunarhlaupariSigurbjörn Árni samsinnir því að hún sé í góðum höndum hér á Íslandi, líkt og undanfarin ár. „ÍR-ingar hafa haldið mjög vel utan um Anítu og passað upp á að láta hana ekki gera of mikið og of snemma. Hún var látin taka þátt í alls kyns greinum, allt frá kúluvarpi, langstökki og öllu mögulegu, áður en hún fór að einbeita sér að hlaupum fimmtán ára gömul. Þá kom hún svona ofboðslega sterk fram í 800 m hlaupinu,“ segir hann. Sigurbjörn Árni segir að þrátt fyrir að 800 m hlaup sé hennar sterkasta grein í dag útiloki hann alls ekki að hún muni láta að sér kveða í öðrum vegalengdum og jafnvel grinda- og hindrunarhlaupum einnig. „Hún náði til dæmis frábærum tíma í 400 m hlaupi innanhúss í vetur og þannig hefur hún komið mér á óvart. Engu að síður tel ég enn að hún hafi allt til að bera til að verða framúrskarandi 1.500 m hlaupari og jafnvel 3.000 m hindrunarhlaupari þegar fram í sækir, því hún er sterk og hefur góða tækni í grindahlaupi. Ég tel jafnvel að hún gæti orðið sterkari í þeim greinum en í 800 m hlaupi þó svo að ég vilji alls ekki afskrifa hana þar, því hún hefur þegar náð það góðum árangri í greininni.“Meiri samkeppni á ÍtalíuSem fyrr segir hefst Evrópumeistaramót nítján ára og yngri í dag. Sigurbjörn bendir á að það séu aðeins nokkrir dagar liðnir frá mótinu í Úkraínu og það gæti haft sitt að segja. „Hún hefur aðeins fjóra daga til að safna orku á milli móta, þó svo að ungir krakkar eins og hún eru oft fljótir að jafna sig. Mótið á Ítalíu er sterkt og ég tel að hún þurfi að vera nálægt sínum besta tíma til að komast áfram í undanúrslitum. Ég veit að hún vill setja met og er það vel mögulegt, verði hún ekki of þreytt í úrslitahlaupinu á laugardag,“ segir Sigurbjörn Árni.Góðir hlutir gerast hægtAðeins tveir hafa hlaupið hraðar en Aníta í heiminum í hópi ungmenna; Mary Cain frá Bandaríkjunum og áðurnefnd Judd frá Bretlandi. Cain og Judd keppa báðar á HM fullorðinna í Moskvu en Aníta ákvað að sleppa því móti, þó svo að hún hafi unnið sér inn þátttökurétt á því. Sigurbjörn Árni telur að það hafi verið rétt ákvörðun. „Ég tel að það sé gott fyrir hana að halda sig við sinn aldursflokk og safna reynslu á þeim vettvangi. Þar að auki snýst þetta að stórum hluta um hvað hún vill sjálf gera, enda sagði móðir hennar eftir sigurinn í Úkraínu að henni væri fyrst og fremst umhugað um hvernig barninu hennar liði,“ segir hann og vísar þar með við viðtal Fréttablaðsins við Bryndísi Ernstsdóttur, móður Anítu, við Fréttablaðið á mánudag. „Almennt séð er ég fylgjandi þeirri skoðun að góðir hlutir gerast hægt og að það eigi ekki að setja of mikinn þrýsting á unga og efnilega íþróttamenn. Það ætti að vera nógur tími fyrir hana síðar á stórmótum fullorðinna.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Sjá meira
Þegar Aníta Hinriksdóttir vann yfirburðasigur í 800 m hlaupi á heimsmeistaramóti sautján ára og yngri í frjálsíþróttum sendi hún skýr skilaboð um að þarna væri á ferð framtíðarstjarna í íþróttaheiminum. Yfirburðir hennar í mótinu voru slíkir og árangur hennar í 800 m hlaupi á þessu ári það góður að óhætt er að fullyrða að þarna er á ferðinni eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsíþróttum hérlendis. Hafa ber þó í huga að Aníta er enn aðeins sautján ára gömul og enn að mótast sem hlaupari. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar, sagði við Fréttablaðið á dögunum að hún væri ekki enn komin í „harða fullorðinsþjálfun“ eins og hann orðaði það. Það yrði ekki einu sinni íhugað að senda hana til þátttöku á stórmóti fullorðinna fyrr en við átján aldurinn, í fyrsta lagi. Enda afþakkaði hún að keppa á HM í Moskvu í næsta mánuði, þó svo að hún hefði náð lágmarkinu í 800 m hlaupi. Aníta einbeitti sér þess í stað að æfingum fyrir HM U17 sem fór fram í Úkraínu um liðna helgi og EM U19 sem hefst í Rieti á Ítalíu í dag. Heimsmeistari ungmenna fær harðari samkeppni þar enda keppinautar hennar á Ítalíu allt að tveimur árum eldri en í Úkraínu. Engu að síður telst Aníta einn sigurstranglegasti keppandinn, en hún fer inn í mótið með besta tíma ársins af öllum keppendum eftir að hin breska Jessica Judd dró sig úr keppni vegna meiðsla í kálfa.Hélt að hún yrði langhlaupariSigurbjörn Árni Arngrímsson hefur fylgst náið með íslensku frjálsíþróttafólki undanfarna áratugi og árangur Anítu hefur komið honum á óvart, ekki síst þar sem hann reiknaði með að hún myndi skara fram úr í lengri vegalengdum. „Hún hefur gert meira en ég reiknaði með og í styttri vegalengdum. Þegar ég sá hana hlaupa fyrst, 11-12 ára gamla, hélt ég að hún yrði framúrskarandi langhlaupari, ef til vill í fimm þúsund metra hlaupi eða jafnvel í maraþoni eins og móðursystir hennar [Martha Ernstsdóttir] gerði,“ segir Sigurbjörn Árni við Fréttablaðið.Styrkjandi að hlaupa í snjónumAníta æfir með ÍR og sagði í viðtali við heimasíðu IAAF, Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, í vikunni að hún væri ekki á leið frá Íslandi í bráð, þrátt fyrir að henni hefðu þegar borist fyrirspurnir frá bandarískum háskólum. „Það er gott að vera á Íslandi. Aðstaðan er góð og ég æfi með strákum sem eru góðir æfingafélagar fyrir mig. Ég æfi mikið innanhúss en mér finnst líka gott að hlaupa í snjónum, það styrkir mann,“ sagði hún og bætti við: „Ég er með svo góðan þjálfara að ég tel að ég muni æfa áfram á Íslandi, að minnsta kosti fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2014.“Gæti orðið sterkur hindrunarhlaupariSigurbjörn Árni samsinnir því að hún sé í góðum höndum hér á Íslandi, líkt og undanfarin ár. „ÍR-ingar hafa haldið mjög vel utan um Anítu og passað upp á að láta hana ekki gera of mikið og of snemma. Hún var látin taka þátt í alls kyns greinum, allt frá kúluvarpi, langstökki og öllu mögulegu, áður en hún fór að einbeita sér að hlaupum fimmtán ára gömul. Þá kom hún svona ofboðslega sterk fram í 800 m hlaupinu,“ segir hann. Sigurbjörn Árni segir að þrátt fyrir að 800 m hlaup sé hennar sterkasta grein í dag útiloki hann alls ekki að hún muni láta að sér kveða í öðrum vegalengdum og jafnvel grinda- og hindrunarhlaupum einnig. „Hún náði til dæmis frábærum tíma í 400 m hlaupi innanhúss í vetur og þannig hefur hún komið mér á óvart. Engu að síður tel ég enn að hún hafi allt til að bera til að verða framúrskarandi 1.500 m hlaupari og jafnvel 3.000 m hindrunarhlaupari þegar fram í sækir, því hún er sterk og hefur góða tækni í grindahlaupi. Ég tel jafnvel að hún gæti orðið sterkari í þeim greinum en í 800 m hlaupi þó svo að ég vilji alls ekki afskrifa hana þar, því hún hefur þegar náð það góðum árangri í greininni.“Meiri samkeppni á ÍtalíuSem fyrr segir hefst Evrópumeistaramót nítján ára og yngri í dag. Sigurbjörn bendir á að það séu aðeins nokkrir dagar liðnir frá mótinu í Úkraínu og það gæti haft sitt að segja. „Hún hefur aðeins fjóra daga til að safna orku á milli móta, þó svo að ungir krakkar eins og hún eru oft fljótir að jafna sig. Mótið á Ítalíu er sterkt og ég tel að hún þurfi að vera nálægt sínum besta tíma til að komast áfram í undanúrslitum. Ég veit að hún vill setja met og er það vel mögulegt, verði hún ekki of þreytt í úrslitahlaupinu á laugardag,“ segir Sigurbjörn Árni.Góðir hlutir gerast hægtAðeins tveir hafa hlaupið hraðar en Aníta í heiminum í hópi ungmenna; Mary Cain frá Bandaríkjunum og áðurnefnd Judd frá Bretlandi. Cain og Judd keppa báðar á HM fullorðinna í Moskvu en Aníta ákvað að sleppa því móti, þó svo að hún hafi unnið sér inn þátttökurétt á því. Sigurbjörn Árni telur að það hafi verið rétt ákvörðun. „Ég tel að það sé gott fyrir hana að halda sig við sinn aldursflokk og safna reynslu á þeim vettvangi. Þar að auki snýst þetta að stórum hluta um hvað hún vill sjálf gera, enda sagði móðir hennar eftir sigurinn í Úkraínu að henni væri fyrst og fremst umhugað um hvernig barninu hennar liði,“ segir hann og vísar þar með við viðtal Fréttablaðsins við Bryndísi Ernstsdóttur, móður Anítu, við Fréttablaðið á mánudag. „Almennt séð er ég fylgjandi þeirri skoðun að góðir hlutir gerast hægt og að það eigi ekki að setja of mikinn þrýsting á unga og efnilega íþróttamenn. Það ætti að vera nógur tími fyrir hana síðar á stórmótum fullorðinna.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Fleiri fréttir „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Sjá meira