Styðjum byggingu mosku í Reykjavík Bjarni Randver Sigurvinsson og Toshiki Toma skrifar 18. júlí 2013 06:00 Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru starfandi a.m.k. þrjú trúfélög múslíma og hefur ríkisvaldið tekið upp formlegt samband við tvö þeirra með tilheyrandi lögbundnum réttindum og skyldum, annars vegar Félag múslima á Íslandi sem stofnað var 1997 og hins vegar Menningarsetur múslima á Íslandi sem stofnað var 2008. Félag múslima sótti um lóð fyrir mosku í Reykjavík um aldamót og hefur nú loks eftir langt þóf fengið henni úthlutað á góðum stað í Sogamýrinni. Menningarsetrið hefur hins vegar nú þegar umbreytt Ýmishúsinu við Perluna í mosku. Velvild fjölda trúfélaga og félagasamtaka, auk almennings í garð múslíma, er sem betur fer veruleg og stuðningurinn afdráttarlaus við þau sjálfsögðu mannréttindi þeirra að trúfélög þeirra fái hér að koma sér upp húsnæði fyrir starfsemi sína og trúariðkun. Fjölmargar stuðningsyfirlýsingar úr ótal áttum eru til marks um þetta. Engu að síður hefur því miður borið á andstöðu við þessi sjálfsögðu mannréttindi múslíma og er þeim sem einstaklingum og trúariðkun þeirra fundið allt til foráttu. Þessir andstæðingar múslíma réttlæta málflutning sinn ýmist á forsendum altækrar trúarbragðaandúðar eða út frá stuðningi við kristindóm eða ásatrú. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, skrifar grein í Morgunblaðið 10. júlí sl. þar sem hann andmælir þessum mannréttindum múslíma, segir byggingu mosku geta orðið varasama fyrir „þjóðmenningu okkar og öryggi“ og gefur í skyn að múslímar geti ekki verið hófsamir og hvetur alla borgarbúa til að mótmæla og grípa strax í taumana.Yfir öll mörk velsæmis Í þessum anda hafa samtökin Mótmælum mosku á Íslandi enn fremur starfað undanfarin ár en þau beittu sér mjög gegn því að Menningarsetur múslima á Íslandi kæmi sér upp mosku í Ýmishúsinu. Samtökin Mótmælum mosku á Íslandi hafa 1.763 stuðningsmenn á Facebook og beita margir sér þar af alefli gegn múslímum. Ekkert er óeðlilegt við það að þeir sem ósammála eru múslímum í trúarefnum geri grein fyrir sjónarmiðum sínum með málefnalegum hætti og geta skoðanaskiptin reynst öllum gagnleg. Þessi samtök andstæðinga múslíma fara hins vegar yfir öll mörk velsæmis eins og sjá má af skrifum forystumanna þeirra. Þar eru múslímar kallaðir hreinir fávitar, hálfvitar, ræflar og aumingjar og sagðir kynferðislega brenglaðir, heilaskertir og morðóð úrkynjuð úrhrök sem geti ekki hugsað skýra hugsun, enda bastarðar svíns og apa og gangi manndrápsfíkn þeirra í erfðir. Þó svo að múslími geti virkað vingjarnlegur og kurteis í fyrstu búi þar óheiðarleikinn einn að baki og muni hann að lokum „nauðga konum ykkar“ og „drepa ykkur“. Skilaboð samtakanna eru skýr: „Megi þessir [sic] afturhaldsseggir rotna í víti.“ Ekki kemur því á óvart að stuðningsmenn almennra mannréttinda múslíma skuli að sama skapi vera kallaðir fæðingarhálfvitar og menningarhryðjuverkamenn. Það sem er ekki síst óhugnanlegt við þessi samtök er yfirlýst aðdáun aðalforystumannsins á norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik en áróðursmyndband hans gegn múslímum kallar hann hrífandi snilldarverk.Fordómafullur málflutningur Málflutningur Ólafs F. Magnússonar og samtakanna Mótmælum mosku á Íslandi leiðir í ljós alvarlega vanþekkingu, fordóma og óþol sem bregðast þarf við. Ein leið er að hvetja þessa andstæðinga múslíma til að kynna sér akademísk fræðirit um íslam. Bókin „Who Speaks for Islam? What a Billion Muslims Really Think“ eftir J.L. Esposito og D. Mogahed er t.d. sérlega upplýsandi en hún gerir grein fyrir niðurstöðum ítarlegrar skoðanakönnunar Gallups meðal múslíma um stóran hluta heims. Mikilvægt er einnig að efla almenna trúarbragðafræði sem sjálfstæða fræðigrein í gegnum allt menntakerfið. Þjóðkirkjan hefur átt gott og náið samstarf við öll trúfélög múslíma á Íslandi um árabil, m.a. í gegnum Samráðsvettvang trúfélaga sem stofnaður var 2006. Kristnir menn hljóta að láta sjálfsögð mannréttindi múslíma sig varða og styðja lögvarðan rétt þeirra að fá viðeigandi lóð úthlutað fyrir byggingu mosku. Íslam er ekki frekar en önnur trúarbrögð einsleit og öll gagnrýni þarf að vera málefnaleg og taka mið af almennum mannréttindum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun