Að framleiða óvissu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. júní 2013 06:00 Forystumenn nýrrar ríkisstjórnar hafa verið duglegir að láta hafa eftir sér að landið verði að framleiða meira til að rétta úr kútnum. Það er frábært markmið en kannski gerðu ekki allir ráð fyrir að eitt af því sem ætti að framleiða væri meiri óvissa um þróun efnahagsmála og ríkisfjármála í landinu. Flestum finnst komið nóg af slíku. Og ríkisstjórnin hefur raunar lýst því yfir að hún hyggist „eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum“, vinna að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins, ávinna íslenzku efnahagslífi traust á alþjóðavettvangi og tryggja ábyrga efnahagsstjórn, aga og jafnvægi í ríkisfjármálum. Stærsta kosningaloforð forystuflokks ríkisstjórnarinnar, að færa eigi húsnæðisskuldir niður um hundruð milljarða króna, án þess að útskýra nákvæmlega hvernig eigi að fara að því eða leggja mat á hvaða efnahagslegu áhrif það muni hafa, vinnur einmitt gegn öllum þessum markmiðum og býr til nýja óvissuþætti á færibandi. Á sumum þeirra er tekið í umsögnum um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Sú harða gagnrýni sem er sett fram í umsögnum Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans hefur vakið einna mesta athygli. Í henni er þó í rauninni ekkert nýtt; öll þau varnaðarorð voru sett fram fyrir þingkosningar. Þau náðu hins vegar hvorki eyrum stjórnmálamanna með skuldalækkunarloforð á vörunum né kjósenda sem töldu rétt að gleypa gylliboðin hrá. Seðlabankinn telur að almenn skuldaleiðrétting, óháð efnahagslegri stöðu og greiðslugetu skuldara, sé ómarkviss og kostnaðarsöm leið til að koma til móts við heimili í vanda. Verði á annað borð gripið til hennar þurfi að hafa í huga að svigrúm ríkissjóðs sé mjög takmarkað. Kannski skili uppgjör þrotabúa bankanna tímabundinni viðbót við tekjur ríkissjóðs en það sé þá nær að nota hana til að lækka skuldir ríkisins. Seðlabankinn bendir á þá hættu að stuðningur við skuldug heimili leiði annars vegar til þess að markmiðið um jöfnuð í ríkisfjármálum náist seinna en ella og hins vegar til þenslu, sem ali af sér verðbólgu. SA benda á sömu áhættuþættina og segja að stórfelld niðurfærsla skulda heimila hljóti að hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið, til að mynda „aukna einkaneyslu, aukinn innflutning og viðskiptahalla, og getur stuðlað að veikara gengi krónunnar, vaxandi verðbólgu og hærri vöxtum“. Þetta geti leitt til þess að afnám gjaldeyrishafta verði enn fjarlægara en ella. Það sé mikilvægasta hagsmunamál heimilanna að ríkissjóður verði rekinn með afgangi og minnki skuldir sínar. Úr því sem komið er væri æskilegast að útfærslan á skuldaniðurfellingaráformum ríkisstjórnarinnar tæki sem allra skemmstan tíma þannig að óvissu væri eytt. Enn betra væri að segja einfaldlega: Við ætlum að ná niður hallanum á ríkissjóði og ef okkur áskotnast peningar í samningum um þrotabú bankanna munum við nota þá til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, sem allir skattgreiðendur eiga í sameiningu. Það væri aðgerð sem gagnaðist öllum sem borga skatta og myndi stuðla að stöðugleika og fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, sem er stærra hagsmunamál heimila en skuldaleiðrétting sem gagnast bara sumum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Forystumenn nýrrar ríkisstjórnar hafa verið duglegir að láta hafa eftir sér að landið verði að framleiða meira til að rétta úr kútnum. Það er frábært markmið en kannski gerðu ekki allir ráð fyrir að eitt af því sem ætti að framleiða væri meiri óvissa um þróun efnahagsmála og ríkisfjármála í landinu. Flestum finnst komið nóg af slíku. Og ríkisstjórnin hefur raunar lýst því yfir að hún hyggist „eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum“, vinna að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins, ávinna íslenzku efnahagslífi traust á alþjóðavettvangi og tryggja ábyrga efnahagsstjórn, aga og jafnvægi í ríkisfjármálum. Stærsta kosningaloforð forystuflokks ríkisstjórnarinnar, að færa eigi húsnæðisskuldir niður um hundruð milljarða króna, án þess að útskýra nákvæmlega hvernig eigi að fara að því eða leggja mat á hvaða efnahagslegu áhrif það muni hafa, vinnur einmitt gegn öllum þessum markmiðum og býr til nýja óvissuþætti á færibandi. Á sumum þeirra er tekið í umsögnum um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Sú harða gagnrýni sem er sett fram í umsögnum Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans hefur vakið einna mesta athygli. Í henni er þó í rauninni ekkert nýtt; öll þau varnaðarorð voru sett fram fyrir þingkosningar. Þau náðu hins vegar hvorki eyrum stjórnmálamanna með skuldalækkunarloforð á vörunum né kjósenda sem töldu rétt að gleypa gylliboðin hrá. Seðlabankinn telur að almenn skuldaleiðrétting, óháð efnahagslegri stöðu og greiðslugetu skuldara, sé ómarkviss og kostnaðarsöm leið til að koma til móts við heimili í vanda. Verði á annað borð gripið til hennar þurfi að hafa í huga að svigrúm ríkissjóðs sé mjög takmarkað. Kannski skili uppgjör þrotabúa bankanna tímabundinni viðbót við tekjur ríkissjóðs en það sé þá nær að nota hana til að lækka skuldir ríkisins. Seðlabankinn bendir á þá hættu að stuðningur við skuldug heimili leiði annars vegar til þess að markmiðið um jöfnuð í ríkisfjármálum náist seinna en ella og hins vegar til þenslu, sem ali af sér verðbólgu. SA benda á sömu áhættuþættina og segja að stórfelld niðurfærsla skulda heimila hljóti að hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið, til að mynda „aukna einkaneyslu, aukinn innflutning og viðskiptahalla, og getur stuðlað að veikara gengi krónunnar, vaxandi verðbólgu og hærri vöxtum“. Þetta geti leitt til þess að afnám gjaldeyrishafta verði enn fjarlægara en ella. Það sé mikilvægasta hagsmunamál heimilanna að ríkissjóður verði rekinn með afgangi og minnki skuldir sínar. Úr því sem komið er væri æskilegast að útfærslan á skuldaniðurfellingaráformum ríkisstjórnarinnar tæki sem allra skemmstan tíma þannig að óvissu væri eytt. Enn betra væri að segja einfaldlega: Við ætlum að ná niður hallanum á ríkissjóði og ef okkur áskotnast peningar í samningum um þrotabú bankanna munum við nota þá til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, sem allir skattgreiðendur eiga í sameiningu. Það væri aðgerð sem gagnaðist öllum sem borga skatta og myndi stuðla að stöðugleika og fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, sem er stærra hagsmunamál heimila en skuldaleiðrétting sem gagnast bara sumum.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun