Kjör lífeyrisþega leiðrétt strax Eygló Harðardóttir skrifar 26. júní 2013 06:00 Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Elli- og örorkulífeyrisþegar voru meðal þeirra sem fengu hvað þyngstar byrðar á herðarnar í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Kjör þeirra versnuðu með margvíslegum skerðingum á lífeyrisréttindum almannatrygginga. Þó að alltaf megi deila um hvað sé réttlátt við úthlutun takmarkaðra fjármuna er þó erfitt að réttlæta að aldraðir og öryrkjar axli svo miklar byrðar. Kjör fólks í landinu eru loksins á uppleið en lífeyrisþegar hafa setið eftir, sumir fastir í fátæktargildru vegna margvíslegra víxlverkana og mikilla tekjutenginga lífeyrisgreiðslna. Ég hef því lagt áherslu á að ráðast í leiðréttingar á kjörum lífeyrisþega strax á sumarþingi. Frumvarpið er tilbúið og að mínu mati á ekki að slíta þingi fyrr en málið er í höfn. 7.000 fá hærri lífeyrisgreiðslur Kjaraskerðingarnar árið 2009 fólust meðal annars í því að tekjutengdar greiðslur skertust að fullu vegna fjármagnstekna í stað þess að skerðast um 50% áður og frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna var lækkað umtalsvert. Lífeyrissjóðstekjur voru teknar inn í útreikning grunnlífeyris og gátu leitt til skerðinga á honum. Síðast en ekki síst var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr 38,35% í 45%. Með frumvarpinu mínu verður byrjað að taka á skerðingunum. Þannig verður frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkað úr 480.000 kr. á ári í 1.315.200 kr., eða um 174%. Þá munu lífeyrissjóðstekjur hætta að skerða grunnlífeyrinn, sem er stórt réttlætismál fyrir lífeyrisþega. Framlög ríkisins til almannatrygginga vegna þessara breytinga aukast um 1,6 milljarða á ársgrundvelli. Greiðslur hækka hjá um 7.000 lífeyrisþegum, þar af eru um 2.500 einstaklingar sem ekki hafa fengið greiðslur undanfarið vegna tekjuskerðinga en öðlast rétt til lífeyris á ný. Þessar breytingar eru fyrsta skrefið að því marki að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar sættu með lagabreytingum árið 2009. Frumvarpið er í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um kjarabætur til lífeyrisþeg, sem forgangsverkefni. Að auki er hafin vinna við afnám annarra skerðinga, meðal annars með lækkun skerðingarhlutfalls tekjutryggingar úr 45% í 38,35%. Heildaráhrif af væntanlegum bótahækkunum að meðtalinni lækkun skerðingarhlutfallsins eru áætluð um 4,6 milljarðar króna. Áformuð gildistaka breytinganna er 1. júlí og hækkanir til lífeyrisþega munu birtast í greiðslum til þeirra 1. ágúst næstkomandi.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar