Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin Jón Steinsson skrifar 15. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun