Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. júní 2013 06:00 Guðrún keyrir stundum um Seljahverfið, sem hún átti svo stóran þátt í að skapa. "Ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er gott. En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndum eftir,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðrún Jónsdóttir arkitekt er konan sem tók hvað mestan þátt í því að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti á sínum tíma. Hún starfaði þá á Teiknistofunni Höfða en var yfir verkefninu sem borgin fól henni til að búa til nýtt og fjölbreyttara íbúahverfi í Breiðholti í kring um 1970. Bakkarnir og Fellin voru þá nokkurra ára gömul.Ráðfærðu sig við sálfræðinga Guðrún notaði fjölmargar nýstárlegar aðferðir við þróun sína á hverfinu sem höfðu ekki verið notaðar áður. Hún myndaði til dæmis samráðshóp með ýmsum sérfræðingum; félagsfræðingum, sálfræðingum, landslagsarkitektum, læknum, þjóðfélagsfræðingum sem og verðandi íbúum hverfisins, til að fá sem víðasta mynd af því sem gera þurfti í skipulagsmálunum. „Við töldum að arkitektar væru ekki til þess menntaðir til að annast alla þætti sem koma að skipulags- og félagsmálum. Það skipti sköpum í þessu,“ segir hún. „Við sáum að það voru margir hlutir sem þurfti virkilega að ræða. Við lögðum áherslu á að hafa samsettari svæði heldur en í öðrum hverfum Breiðholts, en það vantaði gífurlega rannsóknir um allt sem viðkom skipulagsmálum. Var til að mynda rétt að aðskilja alla niður í hópa? Að börn séu einn hópur, unglingar annar, foreldrar sér og eldra fólk enn annar. Var rétt að öllu skipulaginu var velt yfir í það? Vorum við ekki að glata einhverju með þessu háttalagi og slíta fjölskylduna í sundur?“Allar gerðir kjarnafjölskyldna Guðrún lagði mikla áherslu á fjölskylduna í skipulagningu Seljahverfisins og tók til greina öll þau fjölskyldumynstur sem voru til staðar, þótt hin „dæmigerða kjarnafjölskylda“ væri vissulega algengust á þessum tíma. „Við hugsuðum um allan skalann af kjarnafjölskyldum; sem byrjar á því að kaupa sér blokkaríbúð, færir sig svo yfir í raðhúsið og svo ef ofsalega vel gengur færist hún yfir í einbýlishús. Það er það sem við sáum að var að gerast á öðrum svæðum,“ segir Guðrún.Íbúar hafðir með í ráðum Seljahverfið átti að verða svokallaður svefnbær, það er sú hugmynd að öllu sé skipt upp og til verði sérstök íbúðasvæði þar sem lágmarksþjónusta sé en vinna íbúa, verslun og stofnanir séu annars staðar. Guðrún vildi bregða út af þeirri hugmynd og lagði því fram ítarlegar tillögur að breytingum á hverfinu. „Við settum fram tillögu í samráði við íbúana sem ætluðu að byggja í hverfinu og fengum þá til viðtals á yfir tuttugu fundum. Þetta var mjög ánægjulegt þar sem þetta endaði í fullbúnum teikningum,“ segir hún. „Þau ákváðu sjálf hvar stofan átti að vera og svo framvegis eftir að þeim var úthlutað fermetrum. En þetta hefur ekki verið gert eftir þetta og það hefur ekki fengist staðfest hvernig þetta gekk því hér eru engar rannsóknir til.“Rannsóknir skortir sárlegaAð mati Guðrúnar skortir sárlega rannsóknir á sviði skipulagsmála í Reykjavík og víðar á landinu. „Það er þáttur sem hefði svo sannarlega þurft hér í Breiðholtinu. Þess vegna er ekkert skrítið að ýmis félagsleg vandamál komi upp í þessum hverfum því það er ekki gert ráð fyrir því að fólkið verði hér frá vöggu til grafar heldur aðskilið niður í þrönga hópa,“ segir hún. „Lengi vel var þetta allt of einsleitur hópur sem fluttist í hverfið og það er virkilega stórmál sem þyrfti verulega að taka á.“Heldur að fólkinu líði velSpurð um tilfinningar í garð þessa sköpunarverks síns í dag segist hún vera ánægð þegar upp er staðið. „Ég keyri stundum þarna um og ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er nokkuð gott,“ segir hún. „En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndunum eftir. Ég tel mig hafa bent á margt sem mér finnst rétt og ég er sömu skoðunar í dag. Ég held að minnsta kosti að fólki líði vel þarna, en það þarf auðvitað rannsóknir til að staðfesta það.“ Fréttaskýringar Innlent Tengdar fréttir Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir arkitekt er konan sem tók hvað mestan þátt í því að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti á sínum tíma. Hún starfaði þá á Teiknistofunni Höfða en var yfir verkefninu sem borgin fól henni til að búa til nýtt og fjölbreyttara íbúahverfi í Breiðholti í kring um 1970. Bakkarnir og Fellin voru þá nokkurra ára gömul.Ráðfærðu sig við sálfræðinga Guðrún notaði fjölmargar nýstárlegar aðferðir við þróun sína á hverfinu sem höfðu ekki verið notaðar áður. Hún myndaði til dæmis samráðshóp með ýmsum sérfræðingum; félagsfræðingum, sálfræðingum, landslagsarkitektum, læknum, þjóðfélagsfræðingum sem og verðandi íbúum hverfisins, til að fá sem víðasta mynd af því sem gera þurfti í skipulagsmálunum. „Við töldum að arkitektar væru ekki til þess menntaðir til að annast alla þætti sem koma að skipulags- og félagsmálum. Það skipti sköpum í þessu,“ segir hún. „Við sáum að það voru margir hlutir sem þurfti virkilega að ræða. Við lögðum áherslu á að hafa samsettari svæði heldur en í öðrum hverfum Breiðholts, en það vantaði gífurlega rannsóknir um allt sem viðkom skipulagsmálum. Var til að mynda rétt að aðskilja alla niður í hópa? Að börn séu einn hópur, unglingar annar, foreldrar sér og eldra fólk enn annar. Var rétt að öllu skipulaginu var velt yfir í það? Vorum við ekki að glata einhverju með þessu háttalagi og slíta fjölskylduna í sundur?“Allar gerðir kjarnafjölskyldna Guðrún lagði mikla áherslu á fjölskylduna í skipulagningu Seljahverfisins og tók til greina öll þau fjölskyldumynstur sem voru til staðar, þótt hin „dæmigerða kjarnafjölskylda“ væri vissulega algengust á þessum tíma. „Við hugsuðum um allan skalann af kjarnafjölskyldum; sem byrjar á því að kaupa sér blokkaríbúð, færir sig svo yfir í raðhúsið og svo ef ofsalega vel gengur færist hún yfir í einbýlishús. Það er það sem við sáum að var að gerast á öðrum svæðum,“ segir Guðrún.Íbúar hafðir með í ráðum Seljahverfið átti að verða svokallaður svefnbær, það er sú hugmynd að öllu sé skipt upp og til verði sérstök íbúðasvæði þar sem lágmarksþjónusta sé en vinna íbúa, verslun og stofnanir séu annars staðar. Guðrún vildi bregða út af þeirri hugmynd og lagði því fram ítarlegar tillögur að breytingum á hverfinu. „Við settum fram tillögu í samráði við íbúana sem ætluðu að byggja í hverfinu og fengum þá til viðtals á yfir tuttugu fundum. Þetta var mjög ánægjulegt þar sem þetta endaði í fullbúnum teikningum,“ segir hún. „Þau ákváðu sjálf hvar stofan átti að vera og svo framvegis eftir að þeim var úthlutað fermetrum. En þetta hefur ekki verið gert eftir þetta og það hefur ekki fengist staðfest hvernig þetta gekk því hér eru engar rannsóknir til.“Rannsóknir skortir sárlegaAð mati Guðrúnar skortir sárlega rannsóknir á sviði skipulagsmála í Reykjavík og víðar á landinu. „Það er þáttur sem hefði svo sannarlega þurft hér í Breiðholtinu. Þess vegna er ekkert skrítið að ýmis félagsleg vandamál komi upp í þessum hverfum því það er ekki gert ráð fyrir því að fólkið verði hér frá vöggu til grafar heldur aðskilið niður í þrönga hópa,“ segir hún. „Lengi vel var þetta allt of einsleitur hópur sem fluttist í hverfið og það er virkilega stórmál sem þyrfti verulega að taka á.“Heldur að fólkinu líði velSpurð um tilfinningar í garð þessa sköpunarverks síns í dag segist hún vera ánægð þegar upp er staðið. „Ég keyri stundum þarna um og ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er nokkuð gott,“ segir hún. „En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndunum eftir. Ég tel mig hafa bent á margt sem mér finnst rétt og ég er sömu skoðunar í dag. Ég held að minnsta kosti að fólki líði vel þarna, en það þarf auðvitað rannsóknir til að staðfesta það.“
Fréttaskýringar Innlent Tengdar fréttir Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00