Körfubolti

Pálína líklega á leið til Grindavíkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Pálína Gunnlaugsdóttir. Mynd / Stefán

Það vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar besti leikmaður Dominos-deildarinnar síðasta vetur, Pálína Gunnlaugsdóttir, lýsti því yfir að hún væri hætt að spila með Íslandsmeistaraliði Keflavíkur.

Þetta voru afar óvænt tíðindi og í kjölfarið fóru menn að spá í ástæður þess að hún ætlaði sér að fara. Fljótlega spurðist út að hún hefði hug á að færa sig um set yfir til Grindavíkur.

Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði að viðræður væru í gangi við Pálínu en að þær væru á viðkvæmu stigi.

Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig frekar um málið. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar er málið vel á veg komið.

Óli Björn sagði að eftir helgi gæti þess utan verið enn frekari frétta að vænta af Grindavík en menn þar á bæ sitja augljóslega ekki auðum höndum þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×