Sökuð um dylgjur um Vatnsendaskuldabréf gar skrifar 31. maí 2013 11:00 Guðríður Arnardóttir „Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst,“ segir meirihlutinn í bæjarráði Kópavogs og vísar til ummæla Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn sagði í bókun í bæjarráði í gær að Guðríður hefði með ummælum í Fréttablaðinu á mánudag látið að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í „skjól“ frá réttmætum eigendum þeirra. Var þar vísað til þess að Kópavogsbær greiddi upp í desember 30 milljónir króna fyrir fram af skuldabréfum vegna eignarnáms bæjarins á Vatnsendalandinu. Guðríður sagði að vegna óljóss eignarhalds á Vatnsenda í kjölfar dómsmála væru peningarnir ekki að ganga til réttmætra eigenda. Í svari fjármálastjóra bæjarins segir að fyrirspurn Guðríðar hafi verið byggð á misskilningi. „Með uppgreiðslu á skuldabréfunum var ekki verið að greiða fyrir jarðarkaup eða eignarnám heldur að lækka skuldir bæjarins,“ útskýrir fjármálastjórinn. „Eðli máls samkvæmt“ hafi fjármálastjórinn einn ákveðið uppgreiðsluna án þess að hún væri kynnt bæjarstjóra sérstaklega. „Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo. Það er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik,“ bókuðu Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúar meirihlutans. Guðríður Arnardóttir bókaði þá að hefði bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda ætti hann endurskoða starfshætti sína. „Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar,“ bókaði Guðríður Arnardóttir.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira