Kvikmyndahátíð barna í fyrsta sinn Álfrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, ætlar að gera Kvikmyndahátíð barna og unglinga að árvissum viðburði. Hátíðin er sett í dag. Fréttablaðið/gva „Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp