300 milljarðar Framsóknar Össur Skarphéðinsson skrifar 10. maí 2013 07:00 Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Framsókn vann hylli kjósenda með tveimur loforðum og formanni sem þjóðin taldi að hefði ærleg augu, inngróna staðfestu og væri trausts hennar verður. Fyrra loforðið var að afnema verðtrygginguna. Nefnd með fulltrúum allra flokka, með Eygló Harðardóttur, ritara Framsóknar, sem formann, hafði áður gefist upp á að finna brúklega leið. Sigmundur Davíð ítrekaði eigi að síður – fyrir og eftir kosningarnar – loforð Framsóknar um að afnema verðtryggingu kæmist hann í ríkisstjórn. Síðara loforðið var efnislega um að lækka verðtryggðar skuldir húsnæðiskaupenda um 300 milljarða. Það sló Sigmundur Davíð rækilega í gadda í hverjum einasta þætti sem hann kom fram í – og gaf heldur í eftir kosningarnar en hitt. Sigmundur Davíð kynnti nákvæma útfærslu á því sem hann lofaði að ríkissjóður myndi bæta skuldugum húsnæðiskaupendum. Það var hækkun á skuldum sem stafaði af muninum á milli verðbólguspár Seðlabankans fyrir hrun, og verðbólgunnar einsog hún þróaðist eftir hrunið. Þetta skilgreindi hann sem stökkbreytingu lána vegna forsendubrestsins. Framsókn sjálf mat þessa upphæð samtals um 300 milljarða. Það sem meira var – lækkun á höfuðstól skulda átti að koma nánast strax og ný ríkisstjórn væri komin til starfa. Þegar ég benti á að lesa mætti úr orðum forystumanna að flokkurinn ætlaði að greiða þetta á 20 árum steig Framsókn strax fram, bar það til baka, og útskýrði leið sem hún kvað tryggja að hægt væri að lækka höfuðstólinn strax um 300 milljarða. Guðni Ágústsson, samviska Framsóknar, hefur í hverjum þættinum eftir annan áréttað aftur og aftur að þessi skýru loforð geti Framsókn og Sigmundur Davíð ekki svikið. Guðni hefur bókstaflega sagt að þá verði bæði flokkur og formaður að ómerkingum. Það er erfitt að vera ósammála því. Sigmundur Davíð hefur gefið kjósendum skýrari og stærri loforð en nokkur stjórnmálamaður í sögu Íslands. Hann horfði í augu þjóðarinnar og hét henni að afnema verðtryggingu og lækka höfuðstól húsnæðisskulda um 300 milljarða – strax eftir kosningar. Hann getur ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum um neitt minna. Kjósendur hafa gott minni. Hann hefur pólitískan heiður.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar