Íslenski boltinn

Besta byrjun í efstu deild kvenna í átta ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta var óstöðvandi í fyrsta leik á þriðjudagskvöldið.
Elín Metta var óstöðvandi í fyrsta leik á þriðjudagskvöldið. Mynd/Valli
Elín Metta Jensen skoraði fernu í 7-0 stórsigri Vals á Aftureldingu í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna og varð þar með fyrsta konan í átta ár til þess að byrja Íslandsmótið á því að skora fjögur mörk.

Því hafði engin náð síðan Eyjakonurnar Bryndís Jóhannesdóttir og Elín Anna Steinarsdóttir skoruðu báðar fjögur mörk í 12-2 sigri ÍBV á ÍA í fyrstu umferð 2005.

Elín Metta skoraði ekki bara þessi fjögur mörk því hún átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína. Elín Metta var markadrottning deildarinnar í fyrra en þessi 17 ára gamla stelpa hefur nú skorað 24 mörk í fyrstu 27 leikjum sínum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×