Dómarar settir á bekkinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2013 07:30 Ingvar og Jónas eru væntanlega komnir í sumarfrí út af atvikinu umdeilda á miðvikudag. fréttablaðið/valli Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. Dómararnir eru Framarar en var treyst fyrir leiknum. Formaður dómaranefndar gerði sér grein fyrir að svona umræða gæti komið upp. „Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera, auðvitað að reyna að komast í gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, um atvikið þegar Sigurbergur Sveinsson virðist koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir í öðrum leik Fram og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun að auki fyrir ruðninginn og Haukar tveimur færri síðustu þrjátíu sekúndur venjulegs leiktíma. Fram nýtti sér liðsmuninn til þess að jafna leikinn og vinna hann síðan í annarri framlengingu. „Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslitaeinvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar,“ sagði Aron en Fréttablaðið heyrði í Guðjóni L. Sigurðssyni, formanni dómaranefndar HSÍ, vegna málsins. Aron getur hjálpað mér„Ég fagna því þegar Aron kemur í fullt starf á skrifstofu HSÍ. Þá getur hann hjálpað mér að raða dómurum á leiki. Ég mun bjóða honum það,“ sagði Guðjón L. nokkuð léttur. „Þessir strákar eru vissulega aldir upp hjá Fram en þeir hafa ekki spilað handbolta þar í 10-15 ár. Þeir hafa heldur ekki setið í stjórnum þarna eða annað. Ætla menn að halda áfram að segja að þeir séu Framarar að eilífu? Þetta eru alþjóðlegir dómarar og slíkir dómarar mega dæma hjá öllum liðum. Ef menn treysta sér til þess að dæma leik hjá sínu gamla félagi, finnst það ekki óþægilegt, þá treystum við þeim hundrað prósent.“ Guðjón segir að HSÍ eigi fjögur dómarapör sem dómaranefndin treystir til þess að dæma í úrslitarimmunum. Sú staða kom aftur á móti upp að Fram er með lið bæði í úrslitum karla og kvenna. „Þeir hafa dæmt leiki hjá Fram í vetur og það var ekkert vesen. Við ákváðum fyrir úrslitin að setja þá á einn leik í úrslitum karla og kvenna og sjá svo til. Menn geta deilt um hvort þetta sé faglegt. Er faglegt að ýta þessum strákum út sem hafa ekki haft nein tengsl við félagið í 10-15 ár? Það má svo alltaf finna tengsl. Félaga-, fjölskyldu- og vinatengsl. Það má ekki gefa sér að þó svo að einhverjir séu aldir upp hjá ákveðnu félagi þá geti þeir aldrei dæmt hjá því,“ sagði Guðjón og bendir á að hann hafi spurt dómarana hvort þeir treystu sér í verkefnið. „Þessir strákar eru komnir á þann stall að þeir hafa dæmt úrslitaleik á HM hjá yngri landsliðum og þeir eru að dæma í Meistaradeildinni. Ef þeir hefðu ekki sagst treysta sér í að dæma hjá Fram þá hefði það ekki verið neitt mál. Þeir staðfestu leikinn og það vissu allir að þeir myndu dæma. Það komu engin mótmæli frá Haukum út af þessari niðurröðun fyrir leik.“ Guðjón segist hafa verið sáttur við frammistöðu strákanna í leiknum en er þó ekki alveg sammála þeim í atvikinu umdeilda. „Leikurinn var prýðilega dæmdur heilt yfir. Varðandi atvikið undir lokin þá finnst mér ruðningsdómurinn vera hárréttur. Ég var ekki sáttur við þá ákvörðun að gefa Sigurbergi tveggja mínútna brottvísun. Ég hélt að þeir hefðu gefið tvær mínútur fyrir mótmæli en svo var víst ekki. Þeir senda hann af velli fyrir brotið. Ég segi að fyrst þeir hafi ætlað að beita refsingu fyrir brotið þá hefðu þeir átt að lyfta rauða spjaldinu en ekki reka manninn út af í tvær mínútur.“ Ekki sammála dómurunumÚr leik liðanna á miðvikudaginn.Mynd/DaníelDómurinn vakti líka athygli fyrir þær sakir að það sést nánast aldrei að leikmaður fái tveggja mínútna brottvísun eftir ruðningsdóm. „Það gerist ekki oft og þetta er í eina skiptið í vetur sem ég man. Ingvar og Jónas dæmdu kvennaleik hér á sínum tíma þar sem Ramune Pekarskyte fór með olnbogann á undan sér og þeir gáfu henni rautt fyrir það. Þess vegna hefði ég viljað sjá rautt fyrir þetta brot fyrst þeir voru að meta atvikið á þennan hátt.“ Guðjón segir að dómaranefndin sjái ekki eftir því að hafa tekið þá áhættu að setja Framara á leik hjá Fram. „Við vissum alltaf að þetta gæti farið út í svona umræðu ef eitthvað kæmi upp á. Við sitjum uppi með það og við höfum breitt bak til að taka á því. Þó svo að þeir hafi heilt yfir staðið sig vel þá á ég ekki von á því að þeir dæmi meira í vetur. Við viljum ekki vera að gefa færi á því að menn séu að rakka þá eða hreyfinguna niður.“ Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma fjórða leik Fram og Hauka á Ásvöllum á laugardag.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla. Dómararnir eru Framarar en var treyst fyrir leiknum. Formaður dómaranefndar gerði sér grein fyrir að svona umræða gæti komið upp. „Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera, auðvitað að reyna að komast í gegn og skora. Þetta orkar tvímælis,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, um atvikið þegar Sigurbergur Sveinsson virðist koma Haukum tveimur mörkum yfir og hálf mínúta eftir í öðrum leik Fram og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Í staðinn var dæmdur ruðningur og Sigurbergur fékk tveggja mínútna brottvísun að auki fyrir ruðninginn og Haukar tveimur færri síðustu þrjátíu sekúndur venjulegs leiktíma. Fram nýtti sér liðsmuninn til þess að jafna leikinn og vinna hann síðan í annarri framlengingu. „Ég fatta ekki að það sé verið að setja tvo Framara á leik í úrslitaeinvígi í Framheimilinu. Ég fatta ekki ákvörðun dómaranefndar,“ sagði Aron en Fréttablaðið heyrði í Guðjóni L. Sigurðssyni, formanni dómaranefndar HSÍ, vegna málsins. Aron getur hjálpað mér„Ég fagna því þegar Aron kemur í fullt starf á skrifstofu HSÍ. Þá getur hann hjálpað mér að raða dómurum á leiki. Ég mun bjóða honum það,“ sagði Guðjón L. nokkuð léttur. „Þessir strákar eru vissulega aldir upp hjá Fram en þeir hafa ekki spilað handbolta þar í 10-15 ár. Þeir hafa heldur ekki setið í stjórnum þarna eða annað. Ætla menn að halda áfram að segja að þeir séu Framarar að eilífu? Þetta eru alþjóðlegir dómarar og slíkir dómarar mega dæma hjá öllum liðum. Ef menn treysta sér til þess að dæma leik hjá sínu gamla félagi, finnst það ekki óþægilegt, þá treystum við þeim hundrað prósent.“ Guðjón segir að HSÍ eigi fjögur dómarapör sem dómaranefndin treystir til þess að dæma í úrslitarimmunum. Sú staða kom aftur á móti upp að Fram er með lið bæði í úrslitum karla og kvenna. „Þeir hafa dæmt leiki hjá Fram í vetur og það var ekkert vesen. Við ákváðum fyrir úrslitin að setja þá á einn leik í úrslitum karla og kvenna og sjá svo til. Menn geta deilt um hvort þetta sé faglegt. Er faglegt að ýta þessum strákum út sem hafa ekki haft nein tengsl við félagið í 10-15 ár? Það má svo alltaf finna tengsl. Félaga-, fjölskyldu- og vinatengsl. Það má ekki gefa sér að þó svo að einhverjir séu aldir upp hjá ákveðnu félagi þá geti þeir aldrei dæmt hjá því,“ sagði Guðjón og bendir á að hann hafi spurt dómarana hvort þeir treystu sér í verkefnið. „Þessir strákar eru komnir á þann stall að þeir hafa dæmt úrslitaleik á HM hjá yngri landsliðum og þeir eru að dæma í Meistaradeildinni. Ef þeir hefðu ekki sagst treysta sér í að dæma hjá Fram þá hefði það ekki verið neitt mál. Þeir staðfestu leikinn og það vissu allir að þeir myndu dæma. Það komu engin mótmæli frá Haukum út af þessari niðurröðun fyrir leik.“ Guðjón segist hafa verið sáttur við frammistöðu strákanna í leiknum en er þó ekki alveg sammála þeim í atvikinu umdeilda. „Leikurinn var prýðilega dæmdur heilt yfir. Varðandi atvikið undir lokin þá finnst mér ruðningsdómurinn vera hárréttur. Ég var ekki sáttur við þá ákvörðun að gefa Sigurbergi tveggja mínútna brottvísun. Ég hélt að þeir hefðu gefið tvær mínútur fyrir mótmæli en svo var víst ekki. Þeir senda hann af velli fyrir brotið. Ég segi að fyrst þeir hafi ætlað að beita refsingu fyrir brotið þá hefðu þeir átt að lyfta rauða spjaldinu en ekki reka manninn út af í tvær mínútur.“ Ekki sammála dómurunumÚr leik liðanna á miðvikudaginn.Mynd/DaníelDómurinn vakti líka athygli fyrir þær sakir að það sést nánast aldrei að leikmaður fái tveggja mínútna brottvísun eftir ruðningsdóm. „Það gerist ekki oft og þetta er í eina skiptið í vetur sem ég man. Ingvar og Jónas dæmdu kvennaleik hér á sínum tíma þar sem Ramune Pekarskyte fór með olnbogann á undan sér og þeir gáfu henni rautt fyrir það. Þess vegna hefði ég viljað sjá rautt fyrir þetta brot fyrst þeir voru að meta atvikið á þennan hátt.“ Guðjón segir að dómaranefndin sjái ekki eftir því að hafa tekið þá áhættu að setja Framara á leik hjá Fram. „Við vissum alltaf að þetta gæti farið út í svona umræðu ef eitthvað kæmi upp á. Við sitjum uppi með það og við höfum breitt bak til að taka á því. Þó svo að þeir hafi heilt yfir staðið sig vel þá á ég ekki von á því að þeir dæmi meira í vetur. Við viljum ekki vera að gefa færi á því að menn séu að rakka þá eða hreyfinguna niður.“ Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma fjórða leik Fram og Hauka á Ásvöllum á laugardag.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25 Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Segir Framara hafa dæmt leikinn "Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“ 1. maí 2013 22:25
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Haukar 35-30 | Fram er komið í 2-0 Fram er komið í 2-0 í úrslitum N1 deildar karla í handbolta eftir 35-30 sigur á Haukum í tví framlengdum leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 25-25. 1. maí 2013 12:43