Kosningaloforð Helga Þórðardóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Helga Þórðardóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun