Það skiptir máli hverjir stjórna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Senn lýkur einu viðburðaríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efnahagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi. Fjármálamarkaðurinn var hruninn, verðbólga nálgaðist annan tug prósenta, atvinnuleysi, skuldir heimila og fyrirtækja og halli ríkissjóðs náðu fordæmalausum hæðum. Gjaldmiðill landsins og kjör almennings voru í frjálsu falli. Ísland var einangrað frá alþjóðlegum fjármálamarkaði, rúið trausti eins og lánshæfismat og skuldatryggingarálag ríkissjóðs sýndi. Að fjórum árum liðnum blasir við gjörbreytt mynd. Hagvöxtur hefur verið tvö ár samfleytt og er landsframleiðsla nú svipuð og hún var árið 2006. Hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi en í okkar helstu samanburðarlöndum. Þrátt fyrir verri viðskiptakjör eru hagvaxtarspár talsvert jákvæðari fyrir Ísland en önnur Evrópuríki. Halli ríkissjóðs hefur minnkað úr 216 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Kaupmáttur hefur aukist þrjú ár í röð og hafa laun á hverja vinnustund ekki verið hærri frá hruni í samanburði við laun í helstu viðskiptalöndum okkar.Minni verðbólga og atvinnuleysi Verðbólgan er nú einungis þriðjungur af því sem hún var og atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming. Eftir hrun var tæplega einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu. Nú er atvinnuleysi hið næstminnsta í allri Evrópu. Atvinnulausum hefur fækkað um meira en 12.000 og er það ekki síst aðgerðum stjórnvalda að þakka. Afkoma heimilanna og eignastaða hefur batnað jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Gjaldþrotum fækkar og árangurslausum fjárnámum sömuleiðis. Frá miðju ári í fyrra hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Góður afgangur er nú af utanríkisviðskiptum og ferðaþjónusta og hinar skapandi greinar eru í miklum vexti, ekki síst vegna stóraukins stuðnings stjórnvalda.300 milljarða lækkun skulda heimila Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um tæpan helming frá haustinu 2008. Sé litið til alls kjörtímabilsins hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu, um 3.000 milljarða króna. Skuldir heimilanna hafa lækkað um meira en 300 milljarða króna og er skuldastaða þeirra nú svipuð og árið 2006. Skuldir hins opinbera lækka einnig þrátt fyrir áföll hrunsins og eru þær nú svipaðar og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við Bandaríkin, Belgíu og Írland. Við stöðvuðum skuldasöfnun hins opinbera og endurreistum traust alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur ekki verið jafn lágt síðan á miðju ári 2008 og hafa öll alþjóðlegu matsfyrirtækin sett Ísland í fjárfestingarflokk.Merkin sýna verkin Enn blasa við krefjandi verkefni. Ríkisstjórnin hefur stigið mikilvæg skref til að ýta undir aukna fjárfestingu í landinu. Þær aukast um fimmtung á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Fjölmargir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir um lögfestar ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gangi þau áform eftir til ársins 2017 væri um 2.200 ársverk að tefla í fjárfestingum fyrir meira en 290 milljarða króna. Sérstök þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar getur skapað 4.000 bein störf en á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til verkefna vítt og breitt um landið í nafni hennar. Þá bind ég miklar vonir við það víðtæka samráð sem ég setti af stað á grunni skýrslu McKinsey um hvernig auka megi framleiðni og fjárfestingu á Íslandi.Sterk staða Íslands Efnahagslegur árangur ríkisstjórnarinnar hefur vakið heimsathygli enda tala tölurnar sínu máli. Það er einmitt á grunni þessa árangurs sem allir stjórnmálaflokkar landsins telja sig nú geta lofað auknum útgjöldum og skattalækkunum. Sterk staða Íslands til að leysa vandann sem við blasir vegna fjármagnshafta, snjóhengjunnar og uppgjörs vegna þrotabúa gömlu bankanna er einnig til komin vegna faglegrar vinnu ríkisstjórnarinnar og afdráttarlausrar lagasetningar sem kyrrsetti erlendar eignir kröfuhafanna í þrotabúum gömlu bankanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn studdu þá lagasetningu þótt þeir byggi nú stórkarlaleg kosningaloforð á þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og góðri stöðu Íslands.Kjósum öryggi í stað áhættu Ný ríkisstjórn getur glutrað niður þeim góða árangri sem þjóðin hefur náð á liðnu kjörtímabili með miklum fórnum allra landsmanna. Það skiptir því máli að þjóðin kjósi stjórnmálaflokka sem þeir geta treyst til að halda áfram uppbyggingarstarfi liðinna ára og sýna ábyrgð og festu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Aðeins á þeim grunni byggjum við velferð þessa lands. Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skelfilegar afleiðingar hrunsins yfir íslensk heimili. Það voru líka þessir flokkar sem ollu hér meiri ójöfnuði en áður hafði sést. Það voru hins vegar jafnaðarmenn sem leiddu þjóðina út úr vandanum, komu Íslandi í hóp þeirra þjóða þar sem jafnrétti og jöfnuður eru hvað mest í heiminum og lögðu grunn að þeim eftirsóknarverðu tækifærum þjóðarinnar sem nú blasa við flestum. Kjósum öryggi í stað áhættu. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Senn lýkur einu viðburðaríkasta kjörtímabilinu í sögu lýðveldisins. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins blasti við afar dökk mynd af stöðu efnahagsmála; þjóðargjaldþrot var yfirvofandi. Fjármálamarkaðurinn var hruninn, verðbólga nálgaðist annan tug prósenta, atvinnuleysi, skuldir heimila og fyrirtækja og halli ríkissjóðs náðu fordæmalausum hæðum. Gjaldmiðill landsins og kjör almennings voru í frjálsu falli. Ísland var einangrað frá alþjóðlegum fjármálamarkaði, rúið trausti eins og lánshæfismat og skuldatryggingarálag ríkissjóðs sýndi. Að fjórum árum liðnum blasir við gjörbreytt mynd. Hagvöxtur hefur verið tvö ár samfleytt og er landsframleiðsla nú svipuð og hún var árið 2006. Hagvöxtur hefur verið meiri hér á landi en í okkar helstu samanburðarlöndum. Þrátt fyrir verri viðskiptakjör eru hagvaxtarspár talsvert jákvæðari fyrir Ísland en önnur Evrópuríki. Halli ríkissjóðs hefur minnkað úr 216 milljörðum í tæpa fjóra milljarða. Kaupmáttur hefur aukist þrjú ár í röð og hafa laun á hverja vinnustund ekki verið hærri frá hruni í samanburði við laun í helstu viðskiptalöndum okkar.Minni verðbólga og atvinnuleysi Verðbólgan er nú einungis þriðjungur af því sem hún var og atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming. Eftir hrun var tæplega einn af hverjum tíu vinnufærum mönnum án vinnu. Nú er atvinnuleysi hið næstminnsta í allri Evrópu. Atvinnulausum hefur fækkað um meira en 12.000 og er það ekki síst aðgerðum stjórnvalda að þakka. Afkoma heimilanna og eignastaða hefur batnað jafnt og þétt undanfarin tvö ár. Gjaldþrotum fækkar og árangurslausum fjárnámum sömuleiðis. Frá miðju ári í fyrra hafa fleiri flutt til landsins en frá því. Góður afgangur er nú af utanríkisviðskiptum og ferðaþjónusta og hinar skapandi greinar eru í miklum vexti, ekki síst vegna stóraukins stuðnings stjórnvalda.300 milljarða lækkun skulda heimila Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað um tæpan helming frá haustinu 2008. Sé litið til alls kjörtímabilsins hafa skuldir heimila og fyrirtækja lækkað sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu, um 3.000 milljarða króna. Skuldir heimilanna hafa lækkað um meira en 300 milljarða króna og er skuldastaða þeirra nú svipuð og árið 2006. Skuldir hins opinbera lækka einnig þrátt fyrir áföll hrunsins og eru þær nú svipaðar og í ýmsum öðrum iðnríkjum á borð við Bandaríkin, Belgíu og Írland. Við stöðvuðum skuldasöfnun hins opinbera og endurreistum traust alþjóðasamfélagsins á íslensku efnahagslífi. Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur ekki verið jafn lágt síðan á miðju ári 2008 og hafa öll alþjóðlegu matsfyrirtækin sett Ísland í fjárfestingarflokk.Merkin sýna verkin Enn blasa við krefjandi verkefni. Ríkisstjórnin hefur stigið mikilvæg skref til að ýta undir aukna fjárfestingu í landinu. Þær aukast um fimmtung á þessu ári samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar. Fjölmargir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir um lögfestar ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gangi þau áform eftir til ársins 2017 væri um 2.200 ársverk að tefla í fjárfestingum fyrir meira en 290 milljarða króna. Sérstök þriggja ára fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar getur skapað 4.000 bein störf en á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til verkefna vítt og breitt um landið í nafni hennar. Þá bind ég miklar vonir við það víðtæka samráð sem ég setti af stað á grunni skýrslu McKinsey um hvernig auka megi framleiðni og fjárfestingu á Íslandi.Sterk staða Íslands Efnahagslegur árangur ríkisstjórnarinnar hefur vakið heimsathygli enda tala tölurnar sínu máli. Það er einmitt á grunni þessa árangurs sem allir stjórnmálaflokkar landsins telja sig nú geta lofað auknum útgjöldum og skattalækkunum. Sterk staða Íslands til að leysa vandann sem við blasir vegna fjármagnshafta, snjóhengjunnar og uppgjörs vegna þrotabúa gömlu bankanna er einnig til komin vegna faglegrar vinnu ríkisstjórnarinnar og afdráttarlausrar lagasetningar sem kyrrsetti erlendar eignir kröfuhafanna í þrotabúum gömlu bankanna. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn studdu þá lagasetningu þótt þeir byggi nú stórkarlaleg kosningaloforð á þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar og góðri stöðu Íslands.Kjósum öryggi í stað áhættu Ný ríkisstjórn getur glutrað niður þeim góða árangri sem þjóðin hefur náð á liðnu kjörtímabili með miklum fórnum allra landsmanna. Það skiptir því máli að þjóðin kjósi stjórnmálaflokka sem þeir geta treyst til að halda áfram uppbyggingarstarfi liðinna ára og sýna ábyrgð og festu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Aðeins á þeim grunni byggjum við velferð þessa lands. Munum að með stefnu sinni og aðgerðum, t.d. einkavæðingu bankanna, kölluðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skelfilegar afleiðingar hrunsins yfir íslensk heimili. Það voru líka þessir flokkar sem ollu hér meiri ójöfnuði en áður hafði sést. Það voru hins vegar jafnaðarmenn sem leiddu þjóðina út úr vandanum, komu Íslandi í hóp þeirra þjóða þar sem jafnrétti og jöfnuður eru hvað mest í heiminum og lögðu grunn að þeim eftirsóknarverðu tækifærum þjóðarinnar sem nú blasa við flestum. Kjósum öryggi í stað áhættu. Gleðilegt sumar!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun