Hún sem trúir á landið Örn Bárður Jónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður. Upp er runninn sumardagurinn fyrsti. Stundum snjóar þennan dag – en sumarið kemur hvernig sem viðrar. Það kemur í hjörtu okkar og trúin horfir á verðandina. Gleðilegt sumar! Lóan hefur trú á landinu. Hún hefur árlega flogið í hópum til landsins í gegnum móðu og mistur af því að hún hefur óbilandi trú á landinu – og framtíðinni. Sumardagurinn fyrsti á Íslandi er ekki trúarlegur dagur sem slíkur en hann er samt eitt mesta trúartákn ársins. Í hinni miklu trúarbók, Biblíunni, er trúin aðeins skilgreind á einum stað með örfáum orðum. Þar segir: „Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá.“ (Heb 11.1) Inntak sumardagsins fyrsta fellur fullkomlega að þessari trúarskilgreiningu. Trúin er innri vissa um að eitthvað tiltekið verði í fyllingu tímans. Senn verður kosið til Alþingis Íslendinga. Mun fólk kjósa flokka sem ætla má að skapi meiri trú á landið eða þá sem eiga sér langa sögu mistaka sem leitt hafa mismunun yfir landsmenn, hrun, vonleysi og landflótta? Nýleg kvikmynd ber heitið Ófeigur snýr aftur og er mynd um draug. Mun það gerast í íslenskir pólitík að tveir afturgengnir flokkar, táknmyndir óréttar og sérhagsmuna muni ráða för að kosningum loknum? Ég vona ekki! Lóan boðar komu sumarsins með vængjaþyt og söng. Brátt mun hlýna með hækkandi sól og allt verður fegurra. En mun sumarið koma í hinu pólitíska umhverfi eða verður áfram þrasgjarnt og þreytandi fólk á Alþingi eða fólk með nýjar lausnir, friðsamari vinnubrögð, meiri virðingu og sátt í garð hvers annars? Við ráðum því ekki hvernig sumarið verður en við getum valið vetur eða sumar í umhverfi stjórnmálanna. Kjósum sumarið og trúum á landið eins og lóan. Gleðilegt sumar!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun