Hvað með okkur unga fólkið? Sandra Marín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun