Var röng ákvörðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2013 07:00 fagnað Hanna G. Stefánsdóttir er lykilmaður í liði Stjörnunnar. Í bakgrunni er þjálfarinn Skúli Gunnsteinsson.fréttablaðið/vilhelm Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15. Olís-deild kvenna Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Stjarnan vann frækinn sigur á Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í fyrrakvöld. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrir tæpum tveimur árum síðan var tekin ákvörðun um að draga kvennalið Stjörnunnar úr keppni í N1-deild kvenna. Stuttu síðar var hætt við þá ráðagerð og skipt um hluta af stjórn handknattleiksdeildarinnar. Ragnheiður Traustadóttir tók við formannsstarfinu en undir hennar stjórn hafa bæði karla- og kvennalið félagsins náð frábærum árangri. „Það er svo flókin saga sem býr þarna að baki að ég veit ekki hvort ég geti útskýrt í stuttu máli af hverju það var ákveðið að draga liðið úr keppni á þessum tíma,“ sagði Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í gær. „Sennilega var það bara fyrst og fremst röng ákvörðun sem var tekin. Engu að síður stóðum við þá frammi fyrir því að hafa misst markvörðinn okkar [Florentina Stanciu, sem fór til ÍBV] tveimur vikum fyrir tímabil. Það var stóra málið og þá var allt í einu farið að velta því fyrir sér hvort við gætum verið með samkeppnishæft lið.“ Liðið tók þó þátt í N1-deild kvenna af fullum krafti í fyrra og komst þá í úrslitakeppnina eftir að hafa lent í fjórða sæti deildarinnar, rétt eins og nú. Þá steinlá liðið hins vegar fyrir verðandi meisturum Vals með samtals 36 mörkum í þremur leikjuum. Nú gerðu Stjörnustúlkur sér lítið fyrir og unnu Val í oddaleik í Vodafone-höllinni, þar sem þær rauðklæddu hafa vart tapað leik undanfarin ár. Ragnheiður segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið ákveðið skipsbrot fyrir handboltann í Garðabæ. En eftir skjót viðbrögð hafi starfið gengið mjög vel. „Það hefur verið mikil aukning í iðkendafjölda, um 20-30 prósent, og þá sérstaklega í kvennaflokkunum sem ég hef haft sérstakan áhuga á. Mér finnst kvennaboltinn hafa staðið víða í stað en undanfarið hefur verið breyting á því. Við vorum til dæmism eð 40 prósenta aukningu í 5. flokki kvenna en það eru ótrúlegar tölur,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að margt hafi komið til og stuðlað að þessum góða árangri. Til dæmis hafi liðið styrkt sig með öflugum leikmönnum og sé að toppa á réttum tíma. Þá hafi ráðning Skúla Gunnsteinssonar í starf þjálfara verið happaskref en Skúli, sem er gamall og gegn Garðbæingur, sneri aftur í þjálfun í fyrsta sinn í tólf ár, eftir að hann hætti með Aftureldingu árið 2000. „Skúli flutti aftur heim til Íslands í fyrra eftir að hafa búið í Svíþjóð um árabil og okkur fannst spennandi að prófa hann. Hann var auðvitað farsæll þjálfari og leikmaður á sínum tíma. Svo erum við með sterkan aðstoðarþjálfara í Ingu Fríðu Tryggvadóttur auk þess sem að Roland Eradze hefur verið markvarðaþjálfari í fimm ár. Við höfum verið með gott fólk í kringum okkur sem hefur skipt höfuðmáli,“ segir Ragnheiður. Stjarnan mætir nú Fram í lokaúrslitum N1-deildar kvenna en rimman hefst í Safamýrinni á morgun kl. 15.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti