Boost-tæknin – bylting í hlaupaskóm 24. apríl 2013 06:00 Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas, með hinn nýja og byltingarkennda skó adidas Energy Boost. Mynd/gva Boost kallast glæný tækni sem adidas hefur þróað í samvinnu við BASF. „Þetta efni er algjör bylting í hlaupaskóm,“ segir Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas á Íslandi. „Allir hlaupaskór undanfarna áratugi hafa verið búnir sóla sem er að mestum hluta búinn til úr efni sem kallast EVA,“ segir Bjarki en bendir á að EVA hafi marga galla. „Til dæmis verður það hart í kulda en mjúkt í hita. Þá þjappast efnið smám saman saman með tímanum og missir þannig eiginleika sína. Boost er hins vegar alltaf eins.“ Boost er afrakstur mikillar þróunarvinnu en adidas lagði upp með að hanna efni sem myndi sameina mýkt og viðbragð. „Þeir vildu eins mikla mýkt og mögulegt væri en vandamálið við mjúka skó er að þeir draga úr orku, því vildu þeir einnig hámarka viðbragð efnisins,“ útskýrir Bjarki. Niðurstaðan var boost. „Efnið er samsett úr mörgum litlum kúlum af TPU. Hver kúla er lítil og hörð í upphafi en þegar hún er hituð og lofti blásið í hana fær hún þá eiginleika að hún er mjúk viðkomu en er líka eins og skopparabolti. Þegar fjöldi slíkra uppblásinna kúla er límdur saman verður til boost-plata sem sólar eru skornir úr.“ Ólíkt EVA heldur boost eiginleikum sínum óháð ytri aðstæðum. „Boost er alveg eins hvort sem er í heitu eða köldu veðri. Þá endist það von úr viti. Meðan sólar úr EVA endast 1.000 til 1.500 kílómetra eru boost-skórnir í lagi allt þar til efra byrðið eða sólinn slitnar,“ segir Bjarki og bætir við að skór með sóla úr boost-efni séu án efa framtíðin. Fyrsti skórinn með hinu nýja efni heitir adidas Energy Boost en hann var kynntur 28. febrúar síðastliðinn og fór á markað í byrjun mars. „Sólinn í þeim skó er hundrað prósent úr boost-efninu. Engin önnur dempun er í skónum en gúmmí er sett utan á efnið til að platan slitni ekki. Eftir það er ytra byrðið fest ofan á eins og í venjulegum skó,“ segir Bjarki. Hann viðurkennir að skórnir séu í dýrara lagi, en þeir kosta 39.990 krónur. Þeir séu þó vel þess virði. „Við eigum von á fleiri hlaupaskóm í haust þar sem aðeins hluti af sólanum verður úr boost-efninu og þeir verða á hagstæðara verði,“ segir hann. Skórnir adidas Energy Boost fást í adidas concept store í Kringlunni og í verslunum Útilífs. Nánari upplýsingar má nálgast á adidas.is. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Boost kallast glæný tækni sem adidas hefur þróað í samvinnu við BASF. „Þetta efni er algjör bylting í hlaupaskóm,“ segir Bjarki Magnúsarson, markaðsstjóri adidas á Íslandi. „Allir hlaupaskór undanfarna áratugi hafa verið búnir sóla sem er að mestum hluta búinn til úr efni sem kallast EVA,“ segir Bjarki en bendir á að EVA hafi marga galla. „Til dæmis verður það hart í kulda en mjúkt í hita. Þá þjappast efnið smám saman saman með tímanum og missir þannig eiginleika sína. Boost er hins vegar alltaf eins.“ Boost er afrakstur mikillar þróunarvinnu en adidas lagði upp með að hanna efni sem myndi sameina mýkt og viðbragð. „Þeir vildu eins mikla mýkt og mögulegt væri en vandamálið við mjúka skó er að þeir draga úr orku, því vildu þeir einnig hámarka viðbragð efnisins,“ útskýrir Bjarki. Niðurstaðan var boost. „Efnið er samsett úr mörgum litlum kúlum af TPU. Hver kúla er lítil og hörð í upphafi en þegar hún er hituð og lofti blásið í hana fær hún þá eiginleika að hún er mjúk viðkomu en er líka eins og skopparabolti. Þegar fjöldi slíkra uppblásinna kúla er límdur saman verður til boost-plata sem sólar eru skornir úr.“ Ólíkt EVA heldur boost eiginleikum sínum óháð ytri aðstæðum. „Boost er alveg eins hvort sem er í heitu eða köldu veðri. Þá endist það von úr viti. Meðan sólar úr EVA endast 1.000 til 1.500 kílómetra eru boost-skórnir í lagi allt þar til efra byrðið eða sólinn slitnar,“ segir Bjarki og bætir við að skór með sóla úr boost-efni séu án efa framtíðin. Fyrsti skórinn með hinu nýja efni heitir adidas Energy Boost en hann var kynntur 28. febrúar síðastliðinn og fór á markað í byrjun mars. „Sólinn í þeim skó er hundrað prósent úr boost-efninu. Engin önnur dempun er í skónum en gúmmí er sett utan á efnið til að platan slitni ekki. Eftir það er ytra byrðið fest ofan á eins og í venjulegum skó,“ segir Bjarki. Hann viðurkennir að skórnir séu í dýrara lagi, en þeir kosta 39.990 krónur. Þeir séu þó vel þess virði. „Við eigum von á fleiri hlaupaskóm í haust þar sem aðeins hluti af sólanum verður úr boost-efninu og þeir verða á hagstæðara verði,“ segir hann. Skórnir adidas Energy Boost fást í adidas concept store í Kringlunni og í verslunum Útilífs. Nánari upplýsingar má nálgast á adidas.is.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira